Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1906, Page 27

Skírnir - 01.12.1906, Page 27
Skírnir. Ferðaþættir frá Bretlandi. 315 stórbæjunum á Bretlandi og svo allmargir frá Ameríku, en engir útlendingar aðrir. Urmull er hér af ökumönn- um, sem eru mjög áfjáðir að ná í ferðafólk; þó hestar þeirra séu stórir og sterklegir, eru þeir mjög magrir, -enda hlýtur það að vera mikill þrældómur fyrir þá að draga vagna fulla af fólki á svo bröttum vegum. Það minti mjög á Reykjavík, að sjá stráka kvöld og morgna sækja og flytja hesta og svo að sjá beljurnar kvöld og morgna labba um aðalgötur bæjarins. Húsin í Keswick eru flest bygð úr grænleitum eða gráleitum hellum, kalklaust að utan, en að innan eru veggirnir hlaðnir upp með steinlímdum tigulsteini. Furða í svo vætusömu loftslagi, að menn skuli geta haft veggi með ótal rifum, því hellusteinarnir falla óvíða vel. Fólkið er gervilegt og viðkunnanlegt og óvíða hefi eg séð jafn- margar laglegar stúlkur eins og í Keswick. I búða- gluggum er fult af menjagripum og myndum úr Vatna- landi, sérstaklega sjást margs konar smíðisgripir úr þarlendum steintegundum. I kringum bæinn eru tún og beitilönd, en akrar því nær engir; nú stóð sláttur sem hæst og karlmenn voru að rifja og fanga heyið, kvennfólk kom þar hvergi nærri. I Keswick er blýantsverksmiðja og skoðuðum við hana; blýantsteininn er mulinn og gerður að deigi, síðan steyptur í langa sívala og ferstrenda dröngla, sem eru hertir og síðan sagaðir og kliptir niður í örmjóar ræmur, sem svo eru greyptar inn í tréð. Mátti þar sjá margar vélar og alla stigbreytingu á verknaðinum uns blýantarnir voru fullgerðir, settir í umbúðir, pakkaðir og merktir. Landslagið við Keswick er yndisfagurt, þaðan sjást milli 20 og 30 hnúkar á allar hliðar og er Skiddaw þeirra næstur og hæstur, 3058 fet á hæð; þaðan er fögur útsjón yfir mikinn hluta af Vatnalandi og má komast þangað ríðandi; götuslóðar liggja alveg upp á efsta tind. Mest prýði er hér að vatninu, sem liggur rétt hjá bæn- um. Derwentwater er 3 enskar milur á lengd og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.