Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1906, Side 37

Skírnir - 01.12.1906, Side 37
Skirnir. Hóiar í Hjaltadal og Hóiabiskupsdæmi. 3?5 að með ofsa og ofbeldi og það af útlendu valdi, svo að seinni villan varð argari en sú fyrri. Jón biskup Arason er orðinn dýrlingur í augum vor íslendinga, og það af maklegleikum, a-f því að hann barðist af alefli gegn þessu illræmda, danska Bessastaðavaldi, sem þá var að gægjast hér inn, og lét líf sitt á höggstokknum. Jón biskup er sannnefndur hamingjumaður af því, að honum veittist sú sæmd að berjast fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar, en miklu dýrlcgastur verður hann og mestur hamingjumaður fyrir það að hann fékk að deyja í baráttunni fyrir frelsi henn- ar. Það er fagur dauðdagi að láta lífið fyrir þjóð sína. Það er minkun af Islendingum að minnast hans ekki betur en gjört er, hann er þjóðhetja vor. Mig minnir, að Grisli Brynjólfsson kalli hann á einum stað »síðasta íslending«. I þetta mund var ilt að vera á Hólum »Margur var óskapaarfur kirkjufjánna«. Hóiakirkju rændu Danir og rupluðu. Þá var tekinn gullkaleikurinn mikli, er Gottskálk biskup lét smíða, »ærið gull og silfur, baglar silfurslegnir af í’ostungstönnum og margt annað«. Fólkið flýði burt frá Hólum af ótta fyrir Dönum, sem lágu við Oddeyri á Eyjafirði á tveim herskipum. Helga fylgikona Jóns biskups hafðist lengi sumars við i Glóðafeyki, fjalli fyrir ofan Flugumýri; var hún þar með sonardóttur sinni, Guðrúnu, í mosalituðu tjaldi, svo að Danir og fylgifiskar þeirra yrðu hennar ekki varir. Biskupinn OJafur Hjalta- son var gersamlega í tjóðrinu hjá Dönum, lítilsigldur og fatlaður andlega og líkamlega. Þorði ekkei t annað að gjöra en það sem Danir lögðu honum fyrir að gjöra. Haft er t. d. eftir honum, að postularnir hafi ekki átt jarðir. Konungur lét grcipar sópa um allar klaustra eignir — og þar með tók liann allar biskupstíundir o. fl., og má geta nærri, að það var ekki smáræðis rýrð í tekjum biskupanna, sama var að segja um meiri hlutann af sektum, sem áður hafði fallið biskupum, þær féllu nú konungi, t. d. fyrir brot í hjúskaparmálum. Vald biskupa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.