Skírnir - 01.12.1906, Síða 40
328
Islenzk höfuðból.
Skíniir.
söl eða annað þess konar eftir landsvenju, ef einhver
skyldi ekki fá nóg af því sem fram væri reitt. Læri-
sveinarnir áttu að eta tvímælt, klukkan 10 á morgnana
og klukkan 6 síðdegis. Til fatnaðar átti biskupinn að'
leggja stærri piltunum 10 ál. af vaðmáli árlega, en hin-
um minni 7 ál., og eina rekkjuvoð handa hverjum tveim-
ur annaðhvort ár. Fátækum piltum átti biskupinn að
leggja til pappír og bækur, og ljós handa piltum til að
lesa við.
Með skólareglugjörðinni frá 3. maí 1743 var þessu
breytt nokkuð og ákveðið ýmislegt nákvæmar. Þannig
var ákveðið, að 16 piltar skyldu fá alt frítt, 8 greiða
kostnað að hálfu leyti, en 8 greiða kostnað að öllu. Eins
og við mátti búast þótti biskupum skólinn ærið kostnaðar-
samur fyrir stólinn, og var mikil freisting fyrir þá að
reyna að draga úr kostnaðinum með ýmsu móti. Þeir
reyndu t. d. að gera skólatímann sem styztan og greiðslan
af þeirra hálfu til skólaus þótti oft af skornum skamti.
I konungsbréfi 1. apríl 1618 til höfuðsmanns er t. d.
kvartað yfir því, að sumarleyfið nái frá páskum til Mar-
teinsmessu 11. nóvember, eða að skólinn sé ekki haldinn
nema í 5 mánuði á ári. Er þar því ákveðið, að skólinn
skuli standa frá Mikaelsmessu 29. september til Þing-
maríumessu 2. júlí. Upphaflega var ætlunin sú, að skól-
inn stæði alt árið. Brögð þóttu ekki alllítil að því, að
sumir kennarar skólans væru ónýtir, og lærisveinar, er
skólinn útskrifaði, illa að sér.
Skólanum var skift í tvo bekki. Námsgreinar voru
latina; gríska; i grísku var einkum lesið Nýja-testamentið,
því að aðalmarkmið skólans var, að búa lærisveinana
undir preststöðu; íslenzka átti að lærast svo, að lærisvein-
arnir væru leiknir í að rita móðurmálið og tala það óbjag-
að; dönsku áttu þeir að skilja og kunna að rita. Dálítið
í hebreskri tungu áttu þeir að læra, sem færastir voru.
Auðvitað var langmest áherzla lögð á latínuna, áttu læri-
sveinar eigi að eins að skilja lesna kafia úr latneskum
rithöfundum, heldur vera leiknir í að tala hana og rita.