Skírnir - 01.12.1906, Page 47
Skírnir.
Hólar i Hjaltadal og Hólabiskupsdæmi.
335-
gildandi verðlagi 360 kr. Auk þessa safnaðist stólnum
mikið fé af gjöfum einstakra manna, sálugjaflr og testa-
mentisgjafir og próventugjafir. Af þessu verður ljóst, að-
furðu fljótt gat safnast saman fé og eignir stólsins aukistr
enda gekk alt það jarðagóss og lausafé, sem hver biskup-
anna í sinni tíð aflaði, til stólsins, fyrir utan löggjafir,.
því stóllinn var löglegur erfingi biskupanna.
Á þessum tímum voru peningar mjög litlir í landinu
og voru því allar lögboðnar skuldir goldnar í lausafé eða
fasteign. Þetta olli því, að biskuparnir breyttu lausafé
þvi, er þeim galst í fasteignir, og þannig voru til komnar
þessar miklu jarðeignir, sem stóllinn eignaðist. Olafur
biskup Rögnvaldsson lagði t. d. 109 jarðir stærri og smærrL
undir stólinn.
Kostnaður var auðvitað mikill. Heimilið afarstórt;.
hugsa má sér ekki færra en 100 manns á heimili. Svo
var mikill kostnaður við að innheimta allar þessar
tekjur. Ráðsmaðurinn á Hólum hafði aðal-umsjónina með
innheimtunni, enda hafði einn af vildarklerkum þann
starfa á hendi.
Biskupsdæminu var skift í umboð og settur maður
yfir hvert umboð; voru það víst oft prófastarnir, sem
höfðu það starf á hendi, en stundum voru það þó leik-
menn eða aðrir lærðir menn. Officiales voru einn eða
tveir — þeir voru önnur hönd biskupanna, heimtu inn
sektir hans, gegndu biskupsstörfum í fjarveru hans. Á
yfirreiðum sínum hafði biskup fría ferð með sveinum sín-
um, og voru tilteknir fastákveðnir gistingarstaðir, þar
sem biskup átti að gista með sveinum sínum, og bar að
greiða ákveðið gjald fyrir það, ef biskup gisti ekki. Mér
skilst jafnvel ekki betur en að bændur hafi orðið að'
leggja biskupi til fararskjóta og sveinum hans.
I ritgerð síra Jóh. eru taldar upp jarðir Hólastóls-
eins og þær voru i kringum 1660—70. Umboðin eru 9,
en jarðirnar alls 318. Landskuld eftir jarðirnar er talin
hér um bil 370 hdr., kúgildi 1435. Ef maður gerði ráð-
fyrir núverandi verðlagi, og reiknaði hvert hundrað á.