Skírnir - 01.12.1906, Qupperneq 51
Skírnir.
Þrjár spurningar.
339
Konungur gekk til hans og mælti: »Vitri einbúi!
Eg er kominn á fund þinn til að biðj'a þig að svara
þremur spurningum minum: »Hvaða stund skal velja til
hverrar framkvœmdar, svo að mann iðn þess ekki
eftir á ? Hverir eru manni þarfastir og hverja
á maður þvi að láta sig mestu skifta, hverja minstuí
Hvaða verkefni eru mikilvœgust og ber því fyrst af hendi
að leysa ?«
Einbúinn hlustaði á konunginn, en svaraði engu,
heldur spýtti í lófann og hélt áfram að stinga upp reitinn.
«Þú ert uppgefinn«, sagði konungurinn, »fáðu mér;
eg skal hjálpa þér«.
»Þakka þér fyrir«, sagði einbúinn og fékk honum
rekuna; svo settist hann á jörðina.
Þegar konungur hafði stungið upp tvo reiti, staldraði
hann við og spurði á ný.
Einbúinn svaraði honum engu, en stóð upp og rétti
höndina eftir rekunni.
»Hvíldu þig nú og fáðu mér rekuna!« sagði hann.
En konungur fékk honum ekki rekuna og hélt áfram
að pæla. Klukkustund var liðin, og önnur til, sólin var
að síga að baki trjánna; konungur stakk rekunni í mold-
ina og mælti:
»Vitri maður! Eg er til þín kominn til þess að fá
spurningum mínum svarað. Getir þú ekki svarað þeim,
þá segðu mér það; eg fer þá heim aftur«.
»Sko, þarna kemur einhver hlaupandi,« sagði einbúinn.
»Við skulum sjá, hver það er«.
Konungur leit við og sá, að skeggjaður maður kom
hlaupandi út úr skóginum. Hann hélt höndunum um
kviðinn og lagaði blóðið undan fingrum hans. Þegar
hann var rétt kominn að konungi, hné hann til jarðar;
augun lukust aftur; hann lá hreyfingarlaus og stundi við
ofurlágt.
Konungur afklæddi manninn með aðstoð einbúans og
sá, að hann var særður í kviðinn; sárið flakti í sundur.
Konungur þvoði undina sem bezt hann gat og batt um
22*