Skírnir - 01.12.1906, Qupperneq 57
Skirnir.
Nokkur orð um bókmentir vorar.
345
hafa þær aíieiðingar, að smekkvísi mahna og skilningur
batnaði á sönnum mentandi bókmentum. En slíkt er
hörmulega fátitt. Utgefendur flestra blaðanna virðast ekki
hafa haft annað fyrir augum en að alþýða bíti á krók-
inn; þeir hafa að jafnaði þýtt eða látið þýða það eitt, sem
auðvelt var viðfangs og keypt stundum starfið af mönn-
um, sem leigðu sig til þess fyrir lítið verð, þó að þeir
væru alls ekki færir um það. Yrði hér oflangt mál að
telja upp alt þetta rusl, sem er sannarlegur bókmenta-
spillir hjá oss og niðurdrep næmrar smekkvísi. Mönnum
þvkir þetta ef til vill harður dómur, þeim, sem hafa gert
sig ánægða með sögur þessar og fundið ánægju af því að
lesa þær. En beri þeir saman megnið af sögum blaðanna
og þær frásögur, sem vér höfum fengið góðar úr þeirri
átt. Eg skora á þá í fullri alvöru og einlægni að gera
þetta trúlega, og er eg þá illa svikinn, ef þeir finna ekki
yfirburði þeirra ogjágæti, sem vel eru þýddar og einhvern
sannleika og fegurð hafa að geyma.
Vesturheimsblöðin hafa lengi verið við það heygarðs-
hornið að flytja lesendum sinum neðanmálssögur og lang-
drýgst hafa þau orðið í framkvæmdum. En hvað verður
nú eiginlega fundið í öllu þessu safni, sem talist geta bók-
mentir? Það er sannarlega fátt og lítið. Ekki vantar
það, nóg er efnið að öllum jafnaði og ekki sparað að kitla
og æsa tilfinningar manna, — hafa sögurnar »spennandi«,
eins og kallað er. En síður er hirt um, að þetta sé nokk-
uð af viti eða fræði menn um lífið eins og það er, sann-
leika þess og úrlausnarefni. Vér fáum þarna stórar bæk-
ur með ógurlegar kynjasögur, stórglæpasögur, óskiljanlega
uppspunnar lögregluþvælur og ótal rnargt þess konar góð-
gæti, alt felt og smelt þannig saman, að undrum sætir oft,
hve höfundurinn er hagvirkur fjarstæðusmiður. Þar er
sagt frá ýmsum voða-viðburðum og kringumstæðum, sem
ómögulegt sýnist að losna úr; en frelsunin kemur æfinlega
á elleftu stundu; það er ekki mjög hætt við því að hún
bregðist. Og svo er málið óvandað mjög að jafnaði eins
og til að krýna alt annað. Að eins ein saga góð hefir