Skírnir - 01.12.1906, Page 59
Skírnir.
Nokkur orð um bókmentir vorar.
347
»Vcndettu« og »Heljar greipar«. — í »Norðurlandi« kom
sagan »Spæjarinn«. Reyndar var ástæða til að vænta
einhvers betra úr þeirri átt. En þó að saga þessi sé engin
merkissaga, þá er hún þó hetri en margt annað og málið
gott á þýðingunni. — »Bjarki« og »Arnfirðingur« voru
einu blöðin, sem virtust skilja bóktnentaþörf vora og hlut-
verk sjálfra sín í þeim efnum. Og þó að allar sögur
þeirra væru ekki mikilsvirði, þá höfum vér samt fengið
þar svo ágætar sögur, að annað eins eigum vér hvergi
í öllum blöðum vorum. Þar er t. d. »Snjór« eftir Alex-
ander Kielland og »Fást« eftir rússneska skáldið Turgenjev,
o. fl., sem eru sannkölluð listaverk.
En þetta er alt of lítið, — gullkornin eru hverfandi
fá í samanburði við alt ruslið, sem blöðin hafa flutt. Og
eitt er ennþá ótalið, sem ekki stendur á baki lélegasta
bullinu í þessum efnum. Það er blaðið »Haukur«, sem
þóttist vera fræði- og skemtiblað handa Islendingum. En
vant varð efndanna í raun og veru, því að fátt hefl eg
séð ómerkilegra en blað þetta og gersneyddara allri bók-
mentasmekkvísi.
Enn fremur hafa ýmsir notað sér lesgirni alþýðu og
skort hennar á gagnrýni með því að gefa út sögur, —
örgustu skrilbækur á aumasta hrognamáli. »Týnda stúlk-
an« er glögt dæmi slíkra bóka. Og í fyrra auglýsti Jó-
hann nokkur Jóhannesson í Reykjavik með afarstóru letri
í blöðunum, að nú ætlaði hann framvegis að gefa út út-
lendar sögur í íslenzkum þýðingum. Segir hann eitthvað
á þá leið, að sig hafi lengi langað til þess að bæta úr
þörfum íslenzkrar alþýðu í þessum efnum, en fjárskortur
og ýmsar kringumstæður hafl aftrað sér frá því þangað
til nú, að sá þröskuldur sé yflrstiginn. Hefði þetta auð-
vitað verið þarft verk í sjálfu sér, ef manninn hefði ekki
skort til þess þekkingu og hæfileika. En hvað kemur í
ljós? Hann gefur út vitlausa vestanblaðasögu, sem fyrir
löngu var kunn hér á landi. Og svo keinur saga annað-
hvort þýdd eftir sjálfan hann eða einhvern hans líka og
heitir: »Hinn óttalegi leyndardómur«(!!). Fallega byrjar