Skírnir - 01.12.1906, Page 60
348
Nokkur orð um bókmentir vorar.
Skirnir,
hann, ekki verður annað sagt! Einu sinni kom saga út
í »Kla ustupóstinum«, sem nefndist »Ottalegt sakamál«, og
er sú fyrirsögn talsvert betri en þessi. Þykir þó »Klaust-
urp.« aldrei fyrirmynd að því er snertir meðferð íslenzk-
rar tungu. Annað er svo eftir þessu. Sagan er hrakleg-
asta endemisbull frá upphafi til enda, og þýðingin ill og
óvönduð eins og fyrirsögnin bendir á. Hún er svo alls
ekki verð nánari lýsingar.
Hörmulegt er það nú, ef íslenzk alþýða væri svO'
mjög horfln sönnum bókmentasmekk, að hún léti slíkan
þvætting þrífast með því að kaupa hann og lesa. En
fagnaðarefni hlýtur það að vera hverjum manni, sem ann
þjóðmenningarframförum vorum, ef hann sér, að þjóðin
kann að hafna því, sem fánýtt er og verra en fánýtt i
bókmentunum, en safna því, sem gott er, eins og i starf-
andi sjóð. Þjóðin má ekki daufheyrast við þessu. Hér
er um svo alvarlega þjóðmenningarnauðsyn að ræða, að
enginn, sem finnur þessa nauðsyn, má liggja á liði sínu
til að fullnægja henni. Þjóðin er ískyggilega sólgin í all-
an þennan bókmentahroða, og ef hún elur hann framvegis
með því að kaupa hann og lesa, þá lízt mér ekki á fram-
tíð þjóðlegra bókmenta hjá oss. Og eignist hún einhvern
tíma andleg mikilmenni í þessum greinum, þá mun það
sannast, að hún skilur þau ekki, neina hún hafi áttað sig
í tíma. Og væri þá illa farið.
Menn segja nú ef til vill, að þetta sé hægra sagt en
gert, enda sé þannig í öllum bókmentalönduin, að ómerki-
legar bækur og rusl fljóti með, sem er við hæfi lægstu
stéttanna. En slíkt er mjög fjarri sanni, að því er oss
snertir. Alþýða manna hér á landi er svo vel viti borin
og upplýst, að útlendar skrílbækur eru alls ekki við henn-
ar hæfi; ætti hún líka að sýna það svo áþreifanlega, að
ekki verði um vilst. Væru þá maklegar þakkir goldnar
þeim óþarfamönnum, sem spilla bókmentum vorum með
rusli þessu.
Vér sjáum nú, að oss er hætta búin í þessum efnurri,
ef ekki verður að gert, og það því fremur, sem frumsamdar