Skírnir - 01.12.1906, Qupperneq 79
Skírnir.
Ritdómar.
361
mannahöfn. Nílega hefur hann gefið út mjög nákvæmar og góðar
mindir af fort\íslenskum og fornnorskum handritum (Palæografisk
atlas. Oldnorsk-oldislandsk afdeling. Kbhavn 1905). Og mart
fleira er ótalið. Og nú hefur hann síðast gefið út þennan firri
hluta Sturlungu. Hafi hann firir alt þetta þökk og maklegan
heiður! Og óskum þess að síðustu, að vjer megurn lengi njóta
starfsemi hans og að honum auðnist að lúka við Sturlungu-útgáfu
sína sem allra first.
Reikjavík í nóv. 1906.
Bjt.rn M, Ólsen.
*
+ *
HAFBLIK, Kvæði og söngvar eftir Einar Benediktsson. Reykjavfk 1906.
Kostnaðarmaður: Sigurður Kristjánsson. VIII -j- 184 bls. Með
mynd höf.
í síðasta árg. Skírnis ritaði eg grein um skáldskap Einars
Benediktssonar. Mintist eg þar á sum kvæðin í þessari bók. Eitt
'’-.ð eg að ieiðrétta: Einar Benediktsson hefir líka ort erfiljóö,.
þau eru 5 í þessari bók. Að öðru leyti leyfi eg mór að vísa til
þessarar greinar og get því verið stuttorður hér.
í þessu safni er fyrst ágætt inngangskvæði. Þá kemur I:
tækifærisljóð, sem áður hafa verið prentuð, II: þar er náttúran
yrkisefnið, III: erlend — einkum suðræn efni, IV: tækifærisljóð
og þyðingar, þar á meðal kafli úr »Pótri Gaut«.
Ljóðabók þessi væri hverju stórskáldi til sæmdar, og væri eg
skáld, vildi eg ekki hafa kveðið önnur kvæði fremur en sum sem
þar standa. H a f b 1 i k — sumum finst nafnið óljóst, en mér finst
það allskyrt og eiga vel við. Efni margra kvæðanna, einkum í II,
eru einmitt við yzta sjóndeildarhring mannlegrar hugsjónar — þar
sem mætast himinn og haf, þar sem andi og efni, hlutir og hug-
sjónir renna saman og fallast í faðma. E. B. lætur sér aldrei
nægja yfirborðið eitt, hann lýsir því að vísu — með frábærri snild.
— en hann legst dýpra um leið:
Eg gref míns hugar geislastaf
í gaddsins þögla blámakaf,
að leita að perlu — er sól ei sér,
legir hann í hinu ljómandi kvæði um s n j ó i n n. Og svona er
það alstaðar, hvort sem hann kveður um stjörnuna, Slútnes,
nóttina, þokusól, lognsæinn, brimið, skógarilminn, Hljóðakletta,
Dettifoss — alstaðar er andi náttúrunnar honum nálægur, hann finnur