Skírnir - 01.12.1906, Qupperneq 92
380
íslandsfréttir 1906.
Skírnir.
Alþingismanna ntanför, sjá Danmerkurför.
AmeríkuferSir með minsta móti. Líklega varla 100 manns.
fluzt vestur; getið um 22 úr Eyjafirði í maímán. og 30—40 í júlí,
hvorttveggja á gufuskipinu Yestu. Vestan um haf hurfu heim hingað-
aftur venju fleiri alfarnir, þar á meðal 3 fjölskyldur í einu til
Austurlands. Ekki fjarri sanni, að staðist hafi á endum mannflutn-
ingar xir landi og í, þar á meðal ritsímastarfsmenu norskir og
danskir, er sezt hafa hér að.
B r u n a r urðu á þessum stöðum :
Akureyri (Oddeyri). Þar brann 1. marz íbúðar- og verzlunar-
hús Metúsalems kaupm. Jóhannessouar; hús og lausafé vátrygt,
25 þús.; nokkrir munir óvátrygðir. Þar næst á sama stað (Odd-
eyri) 18. okt. 5 verzlunar- og íbúðarhús, 2 geymsluhús, vélarbátur
o. fl. Skaðitin um 190 þús. kr., þar af vátrygt um 145 þús.
Um 80 manna húsnæðislausir.
Feigsdalur (Feitsdalur) í Arnarfirði. Þar brann í janúarmán-
timbun'búðarhús, óvátrygt; innanstokksmunum bjargað.
Hafnarfjörður. Þar brann 23. júlí íbúðarhús Agústs kaupm.
Flygenrings, vátrygt fyrir 6 þús. kr., en hálfti meira virði. Etin-
fremur 2 vörugeymsluhús Brydes verzlunar, annað fult af kolum.
Sölubúð þeirrar verzlnnar skemdist og til muna. Talsímastöð'
kauptúnsins brann.
Hlíð í Gnúpverjahreppi. Þar brann baðstofa 6. apríl. Lausa-
fé bjargað.
Hleittargarður í Eiðaþinghá. Bærinn þar brann 13. sept, til
kaldra kola ásamt hlöðu. Alt óvátrygt.
Isafjörður. Þar brann 2. maí trésmíðastofa, er átti Ragúel
Bjarnason, með steinolíugangvél og trésmíðavélum. Yátrygt að
miklu leyti.
Reykjavík. Þar brann 2. ágúst klæðaverksmiðjan Iðunn mest-
öll. Húsið vátrygt fyrir 30 þús., og vörubirgðir og innanstokks-
munir 55 þús. af 80 þús., er virðingin nam. Reikningsbækur allar
og skjöl brnnnu. Yerksmiðjan var hlutafélagseign.
Selnes í Breiðdal. Þar brann 20. maí íbúðarhús og verzlunar-
hús, kaupfélagseigu. Alt vátrygt.
Vífilsstaðir í Hróarstungu. Baðstofan þar brann í júlímán-
uði, óvatrygð. Innanstokksmunum bjargað flestum.