Skírnir - 01.12.1906, Qupperneq 97
Skírnir.
íslandsfréttir 1906.
385
Bátstapa? urðu þessir á árinu: í Yestmannaeyjum druknuðu
12. marz 4 menn í fiskiróðri, en 10 af sama skipi bjargaði enskur
botnvörpungur; í Grindavík druknuðu 14. apríl 5 menn á bát,
form. Guðbjartur Guðmundsson úr Keykjavík, og sama dag 2 menn
af 4 á bát í lendingu við Ondverðanes undir Jökli; þar næst tveir
menn á vélarbát á leið inn Faxaflóa sunnan úr Leiru, og var aunar
Guðmundur bóndi í Nesi Einarsson; þá druknuðu 1. sept. 5 menn
á bát í fiskiróðri á Steingrímsfirði, formaður Pétur Þórðarson frá
Gróttu; loks um miðjan sept. druknuðu 2 menn á bát í fiskiróðri
frá Mjóafirði eystra og einn maður á bát frá Sauðárkrók 6. nóv.,
— öðrum bjargað.
Annarra þjóða fiskimenn brutu skip sín hér við land b/sua-
margir. Enskur botnvörpungur, Golden Eagle, frá Hull, fór í spón
nærri Stafnesi 17. febr.; menn björguðust, en einn hásetinn krókn-
aði, er á land kom; daginn eftir, 18., fórst við Skeiðarársand þýzkur
botuvörpungur, Wúrtemberg frá Getzemúnde, menn björguðust við
illan leik og komust í sjóhraktrahælið þar (Thomsens). Ennfremur
um sama leyti við Breiðamerkursand enskur botnvörpungur, South-
eoates frá Grimsby, þar varð og mannbjörg ; þar næst 14. marz
enskur botnvörpungur við Stokkseyri; þar varð og manubjörg, en
skipið sökk. í mannskaðaveðrinu 7. apríl sökk enskur botrivörp-
ungur sunnan við Reykjanes með allri skipshöfninni. Frönsk fiski-
skúta hleypti á land þá í Reykjavík; þar varð og mannbjörg. Þriðja
frönsk fiskiskúta, Mignonne, sökk út af Norðfirði 18. júní; menn
björguðust. Seint í sama mánuði braut þyzkan botnvörpung við
Skeiðarársand; þar varð og mannbjörg. Þá fórst í næsta mán.
(julí) norsk fiskiskúta, Harald, við Melrakkasléttu, en menn komust af.
Loks fórust ýms útlend kaupför hingað og þangað við land,
sumt gufuskip. Fyrst 27. april i Reykjavík norskt kaupfar þrísiglt,
Yrsa, með kolafarm; það sleit upp og rak á land, en menn björg-
uðust. Daginn eftir, 28. apríl, strandaði danskt kaupfar við Stokks-
eyri, fermt útlendum vörum; það hét Gudrun. Við Siglunes nyrðra
bar á land undan hafís 6. júní nýtt gufuskip, Otto Wathne, eign
Wathnes erfingja; það var í góðu veðri og komust menn allir af,
skipshöfn og farþegar; þýzkt kaupfar, Minna frá Hamborg, braut
í Grindavík í næsta mánuði, og annað danskt, Union, við Landey
jar, á leið til Stokkseyrar. Fjögur skip braut hér við land í of
viðri 13. sept., enn manntjón ekkert: norskt gufuskip, Emanuel,
á Sauðárkrók; ennfremur við Lauganes norskt síldarflutningaskip,
Rapid, á heimleið frá Siglufirði með nær 200 tunuur af síld; á
25