Skírnir - 01.12.1906, Page 100
388
Islandsfréttir 1906. — Erlend tíðindi.
Skírnir.
veldur þaS mestu um, að bankarnir hafa aukið stórum peninga-
veltu í landinu, kaupstaðarskuldatjóðrið losnað fyrir það og öll
viðskifti orðið eðlilegri. Fremur mun þó svo vera, að skuldir hafi
færst yfir í bankana, en að þær hafi minkað stórum.
Ný umleitun um samvinnukaupfólagsskap sunnanlands komst
skamt áleiðis á árinu.
Káðgerð var samsteypa nokkurra meiri háttar verzlana landsius
í höndum á dansk-íslenzku stórgróðafólagi. En ósóð fyrir endann á
því. B. J.
Erlend tiðindi.
Þau eru óvenju-fá og smá þetta haust og það sem af er vetri,
svo smávægileg, að ekki tekur því að minnast þeirra öðru vísi en
í fáeinum annáls-línum.
Okt. 3. Bæld að fullu uppreisn á Kúbu, að kallað var. Banda-
ríkisstjórn setur þar millibilslandsstjóra.
9. Holger Drachmann Danaskáld sextugur. Mikil hátíða-
brigði í Khöfn og víðar um land þá daga.
12. G/s eldfjallið Mont Pelée á Martinique.
13. Borgarstjóri í Lundúnum kemur til Par/sar kynnisför og
með honum 70 bæjarfulltrúar
21. Rússneskt farþegagufuskip Varjag ferst hjá Vladivostock
með 200 manna, en 1 bjargast. Skipið rakst á gleymt sprengidufl.
23. Clemenceau gerist yfirráðgjafi á Frakklandi, í stað
Sarriens, og Picquart hershöfðingja hermálaráðgjafi.
29. Michailow lögreglustjóri í Sebastopol myrtur. Vegandi
þegar af lífi tekinn.
31. Mikill meiri hluti stórþingsins (103: 18 atkv.) tjáir sig
fylgjandi Michelsen yfirráðgjafa.
Nóv. 2. Peary norðurfari hinn amer/ski kemur til Labrador
úr heimskautsleit; komst á 87. stig og 6 mín., nokkuð lengra en
aðrir áður.
5. Deyr heimsfrægur málari norskur, Fritz Thaulow nær sex-
tugur.
7. Þingkosningar í Bandaríkjum, á sambandsþingið. Samveldis-
menn, flokksmenn Roosevelts forseta, báru efra skjöld, en eru
þó færri á þingi en áður.
Des. 11. Roosevelt hlytur eiu Nobelsverðlaunin af 5, fyrir
heimsfriðar-efling. B. J.