Skírnir - 01.12.1906, Page 103
Skirnir.
Grundvöllur íslenzkrar stafsetningar.
391
hljóðstafa, sem áður var á vikið, og sýnist það þvi ekki eiga minna rétt
á sér en y og ý, þótt sagt sé, að stjórnin hafi i hyggju að ógilda é, en
fyrirskipa je í þess stað. En vonandi verður Finnur prófessor Jónsson
ekki hvatamaður þess, að stjórnin fari að „vasast í þessu máli“, eftir
því sem honum hafa áður farist orð um það (Eim. VII., 123). Menn
yrðu varla ánægðari hér en í Danmörku með slikar fyrirskip-
anir, sem kapp einstakra málfræðinga hefði komið til leiðar. Að minsta
kosti ætti stjórnin þá að fara að ráðum F. J. í þvi, að „ráðfæra sig við
sem flesta“. Sliku ágreinings-atriði ætti ekki einungis að skjóta til nafn-
kunnra málfræðinga, sem margir eru hnndnir hver við sína sérkreddu
(eg vil ekki segja „grillu“ og því siður nefna „afkáraskap11), heldur gæti
orðið umtalsmál, að hera það undir atkvæði allra þeirra, er tekið hafa
hurtfararpróf við lærða skólann og gagnfræðaskólana hér á landi, og
láta svo afl atkvæða ráða úrslitum.
Konráð Gríslason hélt því fram (í Fjölni), að framburður ætti að
vera einka-regla stafsetningar, en hvarf frá því siðar og er talinn frum-
kvöðull skólastafsetningarinnar, sem er þó „fjarri því að vera sjálfri sér
samkvæm11 (F. J.). Siðan hafa málfræðingar komið með ýmsar breyt-
ingar, er hafa oftast gengið í framburðarátt, en virðast fæstir hafa fylgt
neinum ákveðnum meginreglum, nema Björn M. Olsen, sem vill gjöra
börnum sem auðveldast að læra lestur og skrift. Miðlunartilraunir mætti
kalla „blaðamanna-stafsetninguna11 og stafsetningu þá, sem F. J. hefir á
bókmentasögu sinni og telur „réttasta og samkvæmasta á því stigi, sem
mál vort er nú“, en um það verður víst margur á öðru máli. Nú er
baráttan í stafsetningarmálinu aðallega milli ihaldsstefnu og framburðar-
stefnu, og finst mér grundvallarregla þeirra, sem íhaldsstefnu fylgja, —
en það mun vera meginþorri islenzku þjóðarinnar, — ætti að vera sú, að
víkja sem minst frd ritvenju þeirri, er á rót sína i fornmálinu,
sem er hin öflugasta stoð þjóðernis vors, vor dýrasti arfnr og helgasti
kostgripur. Get eg eigi bundist þess. að minna hér að lyktum á þessi
snjöllu orð Guðbrands Yigfússonar (Þjóðólfur XII, 97. hls.):
„Ef menn sveigja á bakborða með Fjölni (o: vikja i framburðar-
áttina frá stafsetningu Kasks og Sveinbjarnar Egilssonar, sem G. V. tel-
ur hygða á réttum grundvelli), þá horfir beint út i hafsauga, út i enda-
lausar stafsetningar hafvillur, því þar kemur einn ritkækur og nýjung á
aðra ofan, þangað til ekki er heil brú eða örmul orðin eftir af málinu,
þvi hver sem vill miða rit sitt við framburð einan, honum fer líkt og
hrafninum, sem miðaði við skýin, og fann ekki mat sinn, og við verð-
um þangað til að, að enginn veit sitt rjúkandi ráð, hvernig hann á að
stafa eða rita“.
Stafafelli á Konráðsmessu 1906.
JÓN JÓN8BON.