Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1906, Síða 103

Skírnir - 01.12.1906, Síða 103
Skirnir. Grundvöllur íslenzkrar stafsetningar. 391 hljóðstafa, sem áður var á vikið, og sýnist það þvi ekki eiga minna rétt á sér en y og ý, þótt sagt sé, að stjórnin hafi i hyggju að ógilda é, en fyrirskipa je í þess stað. En vonandi verður Finnur prófessor Jónsson ekki hvatamaður þess, að stjórnin fari að „vasast í þessu máli“, eftir því sem honum hafa áður farist orð um það (Eim. VII., 123). Menn yrðu varla ánægðari hér en í Danmörku með slikar fyrirskip- anir, sem kapp einstakra málfræðinga hefði komið til leiðar. Að minsta kosti ætti stjórnin þá að fara að ráðum F. J. í þvi, að „ráðfæra sig við sem flesta“. Sliku ágreinings-atriði ætti ekki einungis að skjóta til nafn- kunnra málfræðinga, sem margir eru hnndnir hver við sína sérkreddu (eg vil ekki segja „grillu“ og því siður nefna „afkáraskap11), heldur gæti orðið umtalsmál, að hera það undir atkvæði allra þeirra, er tekið hafa hurtfararpróf við lærða skólann og gagnfræðaskólana hér á landi, og láta svo afl atkvæða ráða úrslitum. Konráð Gríslason hélt því fram (í Fjölni), að framburður ætti að vera einka-regla stafsetningar, en hvarf frá því siðar og er talinn frum- kvöðull skólastafsetningarinnar, sem er þó „fjarri því að vera sjálfri sér samkvæm11 (F. J.). Siðan hafa málfræðingar komið með ýmsar breyt- ingar, er hafa oftast gengið í framburðarátt, en virðast fæstir hafa fylgt neinum ákveðnum meginreglum, nema Björn M. Olsen, sem vill gjöra börnum sem auðveldast að læra lestur og skrift. Miðlunartilraunir mætti kalla „blaðamanna-stafsetninguna11 og stafsetningu þá, sem F. J. hefir á bókmentasögu sinni og telur „réttasta og samkvæmasta á því stigi, sem mál vort er nú“, en um það verður víst margur á öðru máli. Nú er baráttan í stafsetningarmálinu aðallega milli ihaldsstefnu og framburðar- stefnu, og finst mér grundvallarregla þeirra, sem íhaldsstefnu fylgja, — en það mun vera meginþorri islenzku þjóðarinnar, — ætti að vera sú, að víkja sem minst frd ritvenju þeirri, er á rót sína i fornmálinu, sem er hin öflugasta stoð þjóðernis vors, vor dýrasti arfnr og helgasti kostgripur. Get eg eigi bundist þess. að minna hér að lyktum á þessi snjöllu orð Guðbrands Yigfússonar (Þjóðólfur XII, 97. hls.): „Ef menn sveigja á bakborða með Fjölni (o: vikja i framburðar- áttina frá stafsetningu Kasks og Sveinbjarnar Egilssonar, sem G. V. tel- ur hygða á réttum grundvelli), þá horfir beint út i hafsauga, út i enda- lausar stafsetningar hafvillur, því þar kemur einn ritkækur og nýjung á aðra ofan, þangað til ekki er heil brú eða örmul orðin eftir af málinu, þvi hver sem vill miða rit sitt við framburð einan, honum fer líkt og hrafninum, sem miðaði við skýin, og fann ekki mat sinn, og við verð- um þangað til að, að enginn veit sitt rjúkandi ráð, hvernig hann á að stafa eða rita“. Stafafelli á Konráðsmessu 1906. JÓN JÓN8BON.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.