Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1909, Page 24

Skírnir - 01.04.1909, Page 24
120 Um sjúkrasamlög. Lög þessa samlags eru þó ekki til eftirbreytni; þatt eru ekki að öllu leyti í samræmi við þær kenningar um siúkrasamlög, sem nú eru taldar réttastar, og lýst hefir verið í þessari ritgerð. Það er mjög mikill vandi að semja góð lög handa sjúkrasamlögum. Menn geta ekki hér á landi farið að öllu leyti eftir því, sem tíðkast í öðrum löndum; í hverju landi verða sjúkrasainlög að semja sig að landsháttum og landslögum. Það má til að hafa hliðsjón af fátækralög- gjöfinni, vinnuhjúalögum, farmannalögum, sóttvarnarlög- um o. s. frv. Fari nú svo, að einhverjir vilji koma á fót sjúkra- samlagi í nútíðarsniði, og verði þeim ráða skortur, þá mega þeir snúa sér að Oddfellowfélaginu í Reykjavík. Það félag hefir, eins og menn vita, komið mörgu góðu til leiðar. Og nú að undanförnu hefir það haft þetta málefni í huga og afráðið, að láta sér ant um, að sjúkrasamlög séu sett á stofn. I Oddfellowfélaginu eru góðir menn af öllum stéttum, lögfræðingar og læknar, bændur og sjómenn, iðn- aðarmenn, verzlunarmenn o. s. frv., og munu leiðbeining- ar þess reynast mjög mikils verðar fyrir alla þá, sem fara að hugsa um sjúkrasamlög. Eg hefi verið í þessu félagi frá því er það komst hér á fót (1. ág. 1897) og er yfir- maður Oddfellowfélagsskaparins hér á landi og hefir mér hlotnast að ríða á vaðið — með þessa ritgerð; formaður Oddfellowdeildarinnar í Reykjavík — hún heitir »Ingólfur« — er nú Klemens Jónsson landritari, en ritari Jón Þórar- insson fræðslumálastjóri; má senda einhverjum okkar þriggja hvers konar fyrirspurnir um sjúkrasamlög og skulu þær verða íhugaðar og þeim svarað svo fljótt sem unt er. Berið hver Góðgerðasemi er fögur dygð; það hefir annarsbyrðar. jafnan verið einróma álit allra þjóða. En tryggingarfélögin nú á dögum bera langt af góðgerðaseminni; þau auka og glæða enn betur bræðra- þel mannanna; þau hlýða æðsta lögmáli mannfélagsfræð- innar, að sá er þjóð þarfastur, sem þarfastur er sjálfum

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.