Skírnir - 01.08.1909, Síða 8
200
Prestarnir og játningarritin.
frá því í lok 17. aldar til ársins 1888, er presta-eiðurinn
var með konungsúrskurði numinn úr gildi og presta-h e i t i ð
sett í staðinn. Samkvæmt því eru prestar vorir á vígslu-
degi sínum látnir »lofa því, í augsýn allsvitanda guðs að
kappkosta að boða guðsorð hreint og óblandið eins og
það er kent í heilagri ritningu og trúarjátningabókum
vorrar kirkju« eins og 1. gr. prestaheitisins hljóðar. Heitið
tekur að vísu ekki eins djúpt í árinni eins og eiðurinrt
gamli, en munurinn verður minni en búast hefði mátt við,
þar sem heit unnið »í augsýn allsvitanda guðs« nálgast
óneitanlega allmjög það sem venjulega er kallað eiður.
Og hvað sjálfa játningaskuldbindinguna snertir, þá er
hún að því leyti ónákvæmari í heitinu en eiðnum, að
eiðurinn nefnir »játningarrit hinna dönsku kirkna«,
sem vér vitum áreiðanlega hver eru (sbr. Dönsku lög
Kr. V. 2. bók 1. kap.), en heitið aðeins »trúarjátningabækur
vorrar kirkju« sem óvíst er hvernig ber að skilja, sér-
staklega þó ef svo skyldi reynast, að enginn lagastafur væri
fyrir því, h v a ð a játningar giltu hér, svo að vér eftir
altsaman værum bundnir við allar þær játningar lútersku
kirkjunnar, sem út voru komnar þá er kirkjuordín-
antían var gefin út 1537. — En hvað sem þessu líður, þá
gjörir bæði eiðurinn og heitið játningarnar að einskonar
kirkjulegum lagabálkum, sem prestunum er gjört að skyldu
að kenna samkvæmt og öll frávikning frá varðar við lög.
En hvað er við þetta að athuga?
Frá því er þetta kenningarfrelsismál komst fyrst á
dagskrá hefir það sérstaklega verið tvent, sem menn hafa
fundið þessari skuldbindingu við játningarritin til foráttu.
Annað er þetta: Slík skuldbinding er ótilhlýðilegt band
á persónulegu frelsi kennimannsins, hlýtur að draga úr
andlegum vexti hans og framþróun, og getur jafnvel leitt
til yfirdrepskapar og hræsni í boðun fagnaðarerindisins.
Hitt er þetta: Sú trygging, sem slík skuldbinding veitir
söfnuðinum fyrir sannleika vitnisburðarins, sem fram er