Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 27

Skírnir - 01.08.1909, Page 27
Prestarnir og játningarritin. 219 neinu sambandi við athöfnina, eins og húu er um hönd höfð vor á meðal, og hefirauk þessa alls ekkert tillit til ungbarnaskírnarinnar. Eða mundi nokkur þora að halda því fram, að útskýring Lúters á kveldmáltíðar-sakrament- inu væri þess eðlis, að það yrði með réttu talið goðgá að víkja frá henni? Eða mundi það sem sagt er um töfra (magisk) -áhrif orðsins í báðum þessum útlistunum verða talið fylliiega evangelisk kenning? Eftirtektarvert er það, að engin af barnalærdómsbókum vorum hefir treyst sér til að halda skýringu Lúters á þessum efnum, en reynt að koma með nýjar skýringar, sem ekki eru Lúters. Og þó á það að vera regla og mælisnúra fyrir trú og kenn- ingu presta vorra, sem haldið er fram í fræðunum! En þar sem nú játningarritin samkvæmt þessu, sem nú hefir verið tekið fram, eru og verða ófullkom- in mannaverk, iiggur í hlutarins eðli, að óráð er að eigna þeim lagagildi í kírkjunni fyrir alla tima. Þau geta að vísu sýnt oss, hvernig menn á ýmsum tímum hafa skilið -og útlistað hin guðlegu sáluhjálparsannindi, — þau geta vel staðið sem metrasteinar með fram vegi hinnar kirkju- legu framsóknar, er sýna hve langt menn voru kornnir í skilnrngi hins opinberaða orðs á þeim og þeim tímum, en með því að eigna þeim það algildisvald, sem þau hafa haft í kirkjunni — ef ekki á borði, þá í orði — síðan daga 17. aldar trúfræðinganna, hafa menn gjört þau að tjóðursteinum, sem í mörgu tilliti hafa staðið eðlilegri framþróun í vegi. Menn gengu út frá því, að játningar- ritin hefðu að geyma hinn algjöra sannleika í öllum grein- um, af því að kenning þeirra kom heim við það, sem var Tsannleikur í þeirra eigin augum og réttur skilningur á guðs orði. En hitt hugkvæmdist þeim ekki, að öll guð- fræði og allar guðfræðilegar útlistanir eru háðar tak- mörkunum sinna tíma, að engin játningarrit eða trúfræði- kerfi hafa nokkru sinni flutt sannleikann í fullkomuari mynd en þeirra tímar höfðu höndlað hann, og að öll játn- ingarrit og trúarlærdómakerfi og kirkjufundaályktanir eru ;SÍfelt mótuð af hugsunarhætti einhverrar ákveðinnar stefnu

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.