Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.08.1909, Qupperneq 36

Skírnir - 01.08.1909, Qupperneq 36
228 Abraham Lincoln. inni niðurstöðu. Þegar hann las eitthvað, sem honum þótti mikið til koma, hripaði hann það niður á spæni eða smá- fjalir, þangað til hann gat náð ser í pappír. Er hann fór að læra reikning, sat hann með öskuskúffu foreldra sinna á hnjánum og reiknaði dæmin á hana, og skóf þau svo aftur út með tigilkníf föður síns. Frá blautu barnsbeini rækti hann alt, sem hann lagði fyrir sig eða átti að gera, með stakri alúð og samvizkusemi, og gat sér traust og vinsældir hjá öllum mönnum, sem hann átti nokkur mök við. Framan af æfinni lagði Lincoln margt á gjörfa hönd. Hann var timburmaður, formaður á árpramma, slátrari, póstmeistari í litlu þorpi, landmælandi og liðsforingi í skærum landa sinna við Indíána. En aldrei gafst honum færi á að eiga vopnaviðskifti við þá, og sagðist honum síðar svo frá, að hann hefði að vísu átt margar blóðugar orustur við mývarginn, en aldrei átt kost á að sýnaskot- fimi sína nema á blómlaukum á víðavangi. Abraham var með hæstu mönnum á vöxt, 3 álnir og 4 þumlungar, en slánalega vaxinn og útlimastór með afbrigðum. Andlitsfallið var ófrítt og hörundið þegar í æsku gulgrátt og skorpið. Hann var rammur að afli og afbragðs glímumaður á ameríska vísu. Lítt barst hann á í klæðaburði. Hversdagslega var hann í víðri ullarskyrtu og nærskornum brókum, er skröltu upp á mjóalegg; á höfði bar hann loðhúfu. Þótt hann væri heldur stirður í öllum snúningum, var hann þó kurteis í framgöngu og þýður í viðmóti. Yfirbragðið var öldurmannlegt og stilli- legt, augun snör og blikandi, þegar hann ræddiívið menn, en endranær draumhýr og víðsæ. Vel var hann málifar- inn, fyndinn og gamansamur, slyngur og skjótur til and- svara og sagði manna bezt skrítlur og kýmisögur. Hann var snemma þunglyndur og hefir því verið fleygt, að ástarvonbrigði hafi valdið því; hitt er víst, að hann hratt því af sér með þreki sínu og karlmannslund. Hugsjón- um sínum var hann trúr og beittist fyrir þær, en fargaði þeim ekki til frálags og búdrýginda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.