Skírnir - 01.08.1909, Page 40
232
Abraham Lincoln.
sagði, að lokinni skýrslu hans: »Eg get ekki tekið að mér
málið, þvi að þér farið auðsjáanlega með rangt mál.«
»Það kemur yður ekki við,« sagði aðkomumaður með
þjósti, »ef eg borga yður það sem þér setjið upp fyrir
ílutning málsins«.
»Kemur mér ekki víð,« mælti Lincoln og brýndi
raustina, »sem málaflutningsmaður má eg ekki flytja rangt
mál og tek ekkert mál að mér, sem er auðsjáanlega rangt«.
í annað skifti varð Lincoln þess vís, að skjólstæðingur
hans hafði leitt Ijúgvitni að framburði sínum í einkamáli
einu, sem hafði verið sótt af miklu kappi. Lincoln þaut
út úr dómsalnum áður en verjandinn hafði lokið máli
sínu og þegar réttarþjónninn fór að sækja hann til að
svara verjanda, mælti hann: »Segið dómaranum að eg
geti ekki komið, hendur núnar voru óhreinar og eg verð
fyrir hvern mun að þvo af mér óhreinindin.«
Skjólstæðingur hans tapaði auðvitað málinu.
Lincoln var árið 1846 kjörinn fulltrúi á samveldis-
þing Bandamanna í Washington. Ar þau, er hann að
þessu sinni átti setu á þingi, voru miklar og harðar deil-
ur um þrælahaldið. Var fyrirsjáanlegt, að sundrung sú,
er af þvi leiddi, mundi fyr eða síðar verða landi og lýð
til mesta tjóns. En áður en vér skýrum frekara frá af-
skiftum Lincolns af þessu máli, verðum vér að drepa
stuttlega á sögu þess.
Þegar Bandaríkin urðu sjálfum sér ráðandi 1783, tíðk-
aðist þrælahald í öllum 13 ríkjunum. En hvert ríki skar
úr því, hvort það vildi leyfa eða banna þrælahald og
allsherjar-stjórnin átti ekkert atkvæði um það mál. Þó
voru nokkrar greinar í stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem
studdu þrælahald og eigendur þræla, þótt ekki nefndu
þær þræla og þrælahald með berum orðum.
I skjóli þess að þrælahald var sérmál, en ekki sam-
eiginlegt mál, höfðu Norðurríkjamenn, bæði sakir lands-
hátta og atvinnubragða sem og af kristilegum og siðferði-
legum ástæðum, smásaman útrýmt þrælahaldi í Norður-
ríkjunum, og nú risu þar upp stjórnmálaflokkar, sem vildu.