Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1909, Síða 40

Skírnir - 01.08.1909, Síða 40
232 Abraham Lincoln. sagði, að lokinni skýrslu hans: »Eg get ekki tekið að mér málið, þvi að þér farið auðsjáanlega með rangt mál.« »Það kemur yður ekki við,« sagði aðkomumaður með þjósti, »ef eg borga yður það sem þér setjið upp fyrir ílutning málsins«. »Kemur mér ekki víð,« mælti Lincoln og brýndi raustina, »sem málaflutningsmaður má eg ekki flytja rangt mál og tek ekkert mál að mér, sem er auðsjáanlega rangt«. í annað skifti varð Lincoln þess vís, að skjólstæðingur hans hafði leitt Ijúgvitni að framburði sínum í einkamáli einu, sem hafði verið sótt af miklu kappi. Lincoln þaut út úr dómsalnum áður en verjandinn hafði lokið máli sínu og þegar réttarþjónninn fór að sækja hann til að svara verjanda, mælti hann: »Segið dómaranum að eg geti ekki komið, hendur núnar voru óhreinar og eg verð fyrir hvern mun að þvo af mér óhreinindin.« Skjólstæðingur hans tapaði auðvitað málinu. Lincoln var árið 1846 kjörinn fulltrúi á samveldis- þing Bandamanna í Washington. Ar þau, er hann að þessu sinni átti setu á þingi, voru miklar og harðar deil- ur um þrælahaldið. Var fyrirsjáanlegt, að sundrung sú, er af þvi leiddi, mundi fyr eða síðar verða landi og lýð til mesta tjóns. En áður en vér skýrum frekara frá af- skiftum Lincolns af þessu máli, verðum vér að drepa stuttlega á sögu þess. Þegar Bandaríkin urðu sjálfum sér ráðandi 1783, tíðk- aðist þrælahald í öllum 13 ríkjunum. En hvert ríki skar úr því, hvort það vildi leyfa eða banna þrælahald og allsherjar-stjórnin átti ekkert atkvæði um það mál. Þó voru nokkrar greinar í stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem studdu þrælahald og eigendur þræla, þótt ekki nefndu þær þræla og þrælahald með berum orðum. I skjóli þess að þrælahald var sérmál, en ekki sam- eiginlegt mál, höfðu Norðurríkjamenn, bæði sakir lands- hátta og atvinnubragða sem og af kristilegum og siðferði- legum ástæðum, smásaman útrýmt þrælahaldi í Norður- ríkjunum, og nú risu þar upp stjórnmálaflokkar, sem vildu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.