Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 83

Skírnir - 01.08.1909, Page 83
Upphaf konungsvalds á íslandi. 275 Hitt varðar mestu, að höf. hefir að vorri ætlun tekist að leiða gild rök að því, að sáttmálinn hafi verið hafður upp í Lögréttu og eiðarnir unnir þar til þess, eins og höf. kemst að orði, »að setja á hvorttveggja -stimpil hins almenna íslenzka löggjafarvalds, að lög- helga það svo, að það væri bindandi fyrir alt landið, því að »sh'k- ur samningur milli eins landshluta og erlends konungs« gæti »með engu móti verið lögmætur, nema til hans fengist samþykkt Lög- réttunnar«. En það só á hinn bóginn óyggjandi sönnun fyrir þvf, »að Íslandl262 skoðaði sig sjálftogvar skoð að af Hákoni konungi sem sjálfstætt, fullveðja r í k i«. En þá falla og eins og að líkindum lætur allar getgátur Berlins og heilaspuni um þetta atriði um koll af sjálfu sór. Höf. vítir með réttu, að Berlin prentar í riti sínu gallaðan texta af Gamla sáttmála, en fylgir ekki texta þeim, sem prentaður er í Ríkisrétt. 1.—2. bls. og leiðróttur með samanburði allra hand- rita. Mætti leiða ýmsar getur að því, hvernig á þessu stendur. Er Berlih svo óvandur að heimildum sínum? Efast hann um, að handrit þau sóu til, sem textinn er leiðróttur eftir 1 Eða hefir hann ekki haft hliðsjón af handritum þessum, af því honum var svo ríkt í hug, að færa sönnur á kenningu sína, að Islendingar gengu ekki persónulega Hákoni konungi á hönd, heldur Noregs konungi. Ekki er ósennilegt að einhver af ástæðum þessum, ef til vill ein eða fleiri, hafi verið þess valdandi, en vór þorum ekki að fullyrða neitt um það. Sk/ring höf. á því, að handritunum af Gamla sáttmála ber ekki saman um upphæð skattsins (35. bls.) er í alla staði skarpleg og sennileg. Sama er að segja um röksemdaleiðslu höf. fyrir því, að þegnskyldujátning íslendinga er miðuð við »p e r s ó n u k o n- ungsins, en ekki við stöðu hans sem Noregs- konungsí, Með róttu telur höf. það n ú vafasamt, hvort rótt só að draga þá ályktun af orðalagi Gamla sáttmála, að hann hafi skapað persónusamband milli Noregs og Islands. Einkar vel rökstudd er sk/ring höf. á þeim orðum sáttmál- ans, að íslendingar skuli »ná íslenzkum lögum«. Yirðist það litl- um vafa undirorpið, að þessi skuldbinding konungs taki einnig til æðsta stjórnarfyrirkomulags landsins og að Islendingar, sem gengu konungi á hönd 1262, »ættu eftir sem áður að eiga lögsögumanninn, Lögróttuna og fjórðungsdómana sameiginlega við aðra landsmenn«. Enda kemur það, eins og höf. tekur fram, heim við staðreynd þá, 18*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.