Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 4

Skírnir - 01.08.1913, Side 4
196 Gruðrún Ósvifursdóttir og W. Morris. þrautseigju til að giftast í fjórða sinn, það er ofboðið til- finningamikilli skáldsögu. Þetta minnir mig á aðra Guð- rúnu, ennþá frægari á hnettinum, og hún er Gjúkadóttir. Tveir nútíðarhöfundar hafa sýnt mismunandi kjark í því að fylgja fornkvæðum og sögum um hana til endans, til hins harða endirs, mætti segja. Wagner í »Niflunga-hring«, gefur hana Sigurði og engum fleirum. Sjálfur Morris, í »Sigurðar Völsungs sögu«, lætur Atla fá hennar á eftir; hún sér bræður sína, Gunnar og Högna, drepna af völd- um manns síns, myrðir börn sín, brennir Atla inni og fleygir sér í sjóinn. Þar hættir Morris og er mun djarf- ari. Ekki kærir hann sig þó um að hætta sér eins langt og Eddukvæðin vísa honum leiðina. Hún »vildi fara sér«, segir inngangurinn að Goðrúnarhvöt. »Hon mátti ekki sökkva. Rak hana yfir fjörðinn á land Jónakrs konungs. Hann fekk hennar«. Þar lifði hún dóttur sína Svanhildi troðna undir hrossafótum og sonu sína þrjá drepna í hefndinni. — Það er eins og nútíðarverkin geti ekki þan- ist yfir eins mikið andlegt svæði og fornaldarverkin. Er þá andlega þrengra um okkur? En við megum ekki kenna höfundum nútímans um það. Við sjáum sjálf, að í »Elskhugum Guðrúnar« eða í »Niflunga-hring«, eða í »Sigurðar Völsungs sögu« roundi ekki duga að segja frá öllu, sem írumkveðið er; þá yrðu hetjurnar að ófreskjum fyrir hörku. Með því að lýsa eins og þeir nútímans höf- undar gera, var þeim stór hætta búin í því að fara feti lengra. Samt sæmir þetta allvel í sögum, sem gamla list- in hefir samið. Laxdælu-Guðrún er engin ófreskja, þrátt fyrir fjórar giftingar, hefndirnar, banaráðin og allan voða, heldur göfug og tilfinningamikil kona. Hvað býr undir þessu? Þeirri spurningu er ekki auðsvarað nú sem stend- ur, en vonandi er að samanburðurinn á Laxdælu og kvæði Morrisar, sem hefir leitt okkur svo langt, geti seinna ráðið gátu, sem af honum sjálfum er sprottin. Nú skiljum við vel að Morris stóð í sömu vandræðum um fyrsta son Guðrúnar, Þórð kött, sem hún átti með Þórði Ingunnarsyni, öðrum manni sinum. Ekki sæmir

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.