Skírnir - 01.08.1913, Síða 13
Gnðrún Ósvifursdóttir og W. Morris.
205
af fyrir sig. Hve djúpt og viturlega hann lýsir ástríðum,
og þessi angurblíði sorgar-blær yfir öllu, bvað hann er
næmur! og hve áhrifamiklar lýsingar á íslenzku náttúr-
unni, og miðaldarloftið svo laðandi! — Þessu verð eg að
sleppa, því að alt annar er tilgangur þessa fyrirlestrar;
takmarkinu er náð, ef eg hefi sannað fyrir ykkur í dag,
að Laxdæla er ekki vel til þess fallin að
vera sungin, eins og við nú skiljumljóð.
Létt væri að leiða í ijós að hún kann ekki vel við
sig á leiksviðinu heldur, því að það liggur í augum uppi
að þessar kröfur sem list nútímans gerir eru ennþá gild-
ari um sjónleik. Og ef Laxdæla á einungis að vera
sögð í óbundnu máli, hver þorir þá að keppa við hana
eins og hún er, og bæta hana? — Að hún komist á sem
flest mál, dreifir fegurð, fróðleik og gleði um heiminn; all-
ir munu þess fýsandi. En þýðing á henni, trú og ná-
kvæm þýðing, er það eina sem má fást við, og kann að
hepnast færum mönnum.
André Courmont,
Agrégé de l’TJniversité de Paris.