Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 18

Skírnir - 01.08.1913, Page 18
210 Púkinn og fjósamaðnrinn. ar og talar meira um drauga og forynjur Og hins vegar má smám saman hafa af sér myrkfælni, með því að láta jafnan eins og ekkert væri að óttast í myrkrinu, fara einn ferða sinna á kvöldin og ganga hægt í myrkrinu, þó- myrkfælnin hvetji til að taka til fótanna. Svona er um alt sem kallað er hjátrú, t. d. trúna á alls konar v í t i, er mönnum beri að varast. Vér höfum haft nóg af ís- lenzkum vítum að varast, en nú er trúin dauð á þau flest. Aftur eru hér að koma hér upp útlend víti, t. d. það að ekki beri að hæla sér af góðri heilsu nema barið sé i borðið um leið. Slíkt taka menn fyrst upp eftir öðrum í hálfgerðu gamni, og smám saman verður það að ríkari og ríkari vana, og loks fer svo að menn trúa því að hættu- legt væri að sleppa því að berja í borðið. En það er eins með trúna og trúarbrögðin yfir höfuð. Menn verða, eins og Pascal heflr fyrir löngu tekið fram, trúaðir á því að fylgja siðum trúaðra manna, lesa bænirnar sínar, signa sig, o. s. frv., og hins vegar dofnar trúin fljótt þegar öll- um slíkum athöfnum er slept. Eitt hið skrítnasta í fari mannanna er það, að þeir geta trúað lyginni úr sjálfum sér. Margir munu hafa tek- ið eftir þvi, að menn sem oft bregða fyrir sig ósannind- um, þegar þeim liggur lítið á, trúa stundum áður en þá varir á það sem þeir hafa skrökvað upp. Því oftar sem þeir segja söguna, eins og hún væri sönn, því meir vex trú þeirra á hana. Margir eiga sjálfsálit sitt mikið að þakka því, hve hjartnæmilega þeir hafa sagt orðum auknar sögur af sjálfum sér. Af öllu þessu er auðsætt, að heimurinn reynist oss- mismunandi eftir þvi hvernig vér horfum við honum. Hlutir rísa úr djúpi tilveruleysisins og verða að voldugum öflum við það eitt að vér látum eins og þeir v æ r u tii, og aðrir hverfa eða hætta að mega sín nokkurs, af því að vér látum eins og þeir væru e k k i til. Vér skulum aftur minnast púkans í fjósinu. Hann fitnaði á því að blótað var. Skyldum vér ekki þekkja mörg dæmin slík úr daglegu lífi? Hafa ekki margir menn

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.