Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 23

Skírnir - 01.08.1913, Page 23
Pákinn og fjósamaðarinn. 215 gegnt prófessorsembætti. En nú er það athugandi, að flestii' þessara titla eru nöfn á embættum sem ekki eru lengur til. Etatsráð, justitsráð, kammerráð, kancelliráð ■o. s. frv. táknuðu upphaflega embætti eins og t. d. ráð- herratitillinn eða prófessorstitillinn nú. Kancelliráð voru þeir sem sæti áttu í kancellíinu. Að gera einhvern að kancellíráði er því að jafna honum við embættismenn frá fyrri öldum, og mætti segja um þá sem slík virðing veit- ist, að þeir »aafnist til ferða sinna«. Þessir titlar eru með öðrum orðum leifar gamallar verðlagsskrár, alveg eins og vér reiknum iandaura í áinum og fiskum. Þetta hefir meðal annars þá kosti, að titillinn orkar síður tvímælis heldur en þegar hann er nafn á embætti sem allir þekkja. Nú vita fáir hvað til þess þurfti að vera gjald- gengur í kancellíinu, og þó gömlu kancellíráðin snúi sér við í gröfinni þegar eitthvert nýtt kancellíráð bætist í hópinn, þá geta þau ekkert sagt. Og þó þau þykist ef til vill hafa verið einu virkilegu kancellíráðin, þá verða þau að láta sér lynda að hinir, sem af góðum og gildum ástæðum aldrei hafa í kancellíið komið, séu gerðir að »virkilegum« kancellíráðum, því eitt hið einkennilegasta um þessa titla, er ekki tákna neitt virkilegt embætti, er það, n,ð það skuli mega hækka tignina sem þeim fylgir með því að setja orðið »virkilegt« framan við. Það er hins vegar bending um. það að hin upprunalega merking er gjörsamlega horfin úr orðunum, að þau eru ekki annað en hljómur, að sínu leyti eins og blásið væri sérstakt lag í lúður, eða hringt sérstakri bjöllu, til að gjöra heyrum kunnugt hvar maðurinn stendur í metorðastiganum. Og að því einu miða í rauninni þessir titlar. Ef vér svo lítum á orðurnar, þá eiga þær svipaða sögu og titlarnir. Orður voru upphaflega eins konar fé- lög, stofnuð af konungum í því skyni að tengja meðlimi þeirra því betur við konungsvaldið og launa þeim góða þjónustu með slíkum heiðri sem félagsskapnum fylgdi. Skilyrði þess, að verða meðlimur slíkrar orðu, voru og eru mismunandi, eftir því hver orðan er. Þessari fé-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.