Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 25

Skírnir - 01.08.1913, Page 25
Púkinn og fjósamaðnrinn. 217 menn fágætir. Flestum verður að bera sig saman við aðra og vilja fá staðfestingu þeirra á sjálfsáliti sínu. Eng- inn getur í alvöru látið sér álit annara manna algerlega á sama standa, því alt viðmót þeirra og breytni fer eftir því áliti, og engum getur verið sama um það, hvernig aðrir eru við hann. Hins vegar eru mörg þau störf, ekki sízt í þjónustu ríkisins, sem unnin eru fjarri augum al- mennings og yíirboðararnir einir vita hvernig eru af hendi leyst, og sú trúmenska. og atorka, sem sýnd er í slíkum störfum, verður því oft hulin almenningi, ef hún er ekki á einhvern hátt auglýst af ríkisvaldinu. En verður er verkamaðurinn launanna, og það er rétt, að af tveim mönnum í samskonar embætti njóti sá meiri virðinga, er betur vinnur verk sítt, því ekki er altaf unt að launa honum undir eins með því að hefja hann í hærri stöðu. En viðurkenningin, sem honum veitist af hálfu ríkisvalds- ins, er ávísun á almenning, sem oft verður notadrýgri en beinharðir peningar. Eins er um þá menn utan embættis- stéttanna, er á einhvern hátt leggja stóran skerf til al- menningsheilla. Það er vandséð hvernig ríkisvaldið á að launa þeim og hvetja þannig aðra til eftirbreytni, ef það má ekki gefa þeim einhvern sýnilegan eða heyranlegan vott virðingar sinnar fyrir tiltækið. Svo eru þeir er á einhvern hátt vinna erlendum ríkjum gagn. Þeim mundi þykja sér óvirðing gjör, ef útlend stjórn færi að senda þeim nokkrar krónur. Hins vegar getur stjórnin sjaldan valið slíkum mönnum gjafir, því hún þekkir ekki heirn- ilisþarfir þeirra. Hitt er henni auðvelt, að votta þeim virðingu sina og senda þeim sýnilegt tákn þess hvar þeir yrðu settir við borð þjóðhöfðingjans, ef þá bæri að garði. Og flestum þykir gaman að eiga innhlaup á slíkum stöð- um. Metorðastiginn er ef til vill ófullkominn, tröppunum ekki raðað rétt eftir því gildi sem hver flokkurinn hefir fyrir mannfélagið, en þetta mætti laga og ætti að laga, því fátt er betri hreyfing og hollari en að feta sig upp eftir metorðastiganum og komast í fínni og fínni félagsskap. Eitthvað á þessa leið mundu þeir mæla, er halda vilja

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.