Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1913, Síða 42

Skírnir - 01.08.1913, Síða 42
234 Josef Calasanz Poestion. veitt, að orð hans heyrist og skiljist um heim allan, því rammir múrar greina þjóð frá þjóð. Það eru skórður málsins. Babels bölvun hvílir á mannkyninu, síðan þjóð- árnar skiftust og tungurnar greindust. Og varla hefir afbrýðissemi guðanna sett annan þröskuld verri á fram- sóknarbraut mannlegs anda, en þessa marggreining málanna. Að þjóðirnar eiga sér ekkert sameiginlegt málþing, það lamar andlega samvinnu þeirra. Margt orð í tíma talað fær oft um skeið enga áheyrn, af því að það er á máli sem fáir skilja, og ber því seint eða engan ávöxt. Og margt af því sem fegurst er og frumlegast í bókmentum þjóðar er fyrir aðrar þjóðir um aldur og æfi kviksett í iegstað málsins. Engum er þetta tilfinnanlegra en sonum smáþjóðanna, sem hafa fáa áheyrendur heima fyrir og þó minni von um áheyrn annara þjóða. Þeir verða löngum að tala við sjálfa sig, eða við ófæddar kynslóðir, sem ef til vill hlusta ekki á þá heldur, þegar þær loksins koma. Eflaust hefir það oft verið meðvitundin um þetta, „sem vængbraut þá liugsun sem hóf sig á loft og himininn ætlaði sér“. Vel sé því hverjum þeim sem lækkar þröskuldinn og eflir andlega samvinnu þjóðanna, hverjum þeim sem greiðir frjálsbornum hugsunum götu um heiminn. Einn af þeim mönnum er J. C. Poestion. Hann er fæddur 7. júni 1853 í Aussee í Steiermark. Eaðir hans var embættismaður við saltnámurnar þar. Poestion átti fyrst að verða prestur og gekk um skeið á prestaefna skóla i Gratz, en varð afhuga því námi og sótti 1873 háskólann í Gratz. Þaðan fór hann brátt til háskólans í Vínarborg og lagði þar einkum stund á þýzka málfræði og fornmálin, grísku og latínu. Að loknu há- skólanámi tók Poestion að rita um forngrísk og norræn -efni og ávann sér brátt álit. 1886 fékk hann stöðu við bókasafn innanríkisráðuneytisins í Vínarborg og hefir verið forstöðumaður þess síðan 1891. Hefir hann í því starfi sem öðrum sýnt frábæran dugnað og samvizkusemi og Motið opinbera viðurkenningu fyrir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.