Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 47

Skírnir - 01.08.1913, Page 47
Fimti mai. 239* 8em aldan hvolfir sér há og þung á höfuð skipbrotsmannsins, er hvessir sjónir í alla átt úr ógnum bjlgjufansins, og reynir eygja, til einkis samt, einhverja í fjarska strönd — Eins skall á önd hans það ógnarfarg, er átti hann sér í minni, ó, oft hann reyndi frá sjálfum sér að segja framtiðinni, og ofan á blóðin ódauðleg aftur féll þreytt hans hönd. Ó, oft hann stóð á dáðlauss dags deyjandi kvöldfriðsstundu með arma krosslagða’, og augunum eldfránu starði’ á grundu, og endurminningar horfins heims hrifu’ hann með lífsins þrótt. í huga hann leit sín hviku tjöld, hrynjandi virkin duna, vopnblik fótliðsins röð við röð, riddarahrannir bruna, hvernig var skipað, hiklaust, hast, og hlýtt svo vel og fljótt. Ó, við þá ofþraut andi hans víst örmagnaðist tíðum, og örvænti — en frá himni hönd hreif hann með krafti blíðum, og leiddi hann svo líknarfull í ljúfari heim með sér. Um vonarinnar blómabraut brunaði hún með hans anda, til launanna umfram alla þrá eilífra dýrðarlanda, þar sem er dimma og dauðaþögn- dýrð sú, sem liðin er.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.