Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 49

Skírnir - 01.08.1913, Page 49
Nútima hugmyndir um barnseðlið. ---- Nl. Margir menn saka sjálfa sig um minnisleysi, en aldrei um skort skilnings eða dómgreindar. Það sýnir að sjálfir meta menn minnið ekki jafn mikils eins og aðra þætti sálarlífsins. Því hefir jafnvel verið haldið fram, að minni og skilningur ætti aldrei samleið í neinum manni; því meira sem væri af öðru, því minna færi fyrir hinu. Það kemur stundum fyrir að vísu, að heimskir menn hafa af- bragðs minni, geta lært utanbókar hverskonar námsbækur og lokið ágætum prófum. Skilningsleysi þeirra kemur fyrst í ljós er þeim ber að fást við samsett viðfangsefni í daglegu lífi. Þvílíkt minni er sára iítils virði fyrir mann- félagið. Minnið er ekki sjálfskapandi eiginleiki, það er forðabúr, sem fylla raá með reynslu og mannviti. Eitt sér megnar það ekkert; með skilningi og dómgreind er það dýrmætur eiginleiki, ein af meginstoðum menningar- innar. Fáein dæmi nægja til að sýna vanmátt mikillar minnisgáfu í heimskum mönnum. Stúlka nokkur í París var fullorðin, en þó ólæs, og fábjáni í flestum efnum. En hún gat munað til lengdar sundurlausar tölur og mein- ingarlausar samstöfur betur en þjóðkunnir gáfumenn. I sama bæ var fyrir nokkrum árum ungur maður, sem gat lært og munað 50 tölustafi, ef hann las línuna einu sinni, og tvö systkin, sem lærðu og kunnu 100 tölur eftir hálfr- ar stundar lestur. En þetta feikna minni varð að engum notum. Sumt af þessu fólki sýndi minnismátt sinn fyrir fé í loddarasamkundum. En þetta eru undantekningar. Oftast er samræmi 16

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.