Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 63

Skírnir - 01.08.1913, Side 63
Heimur versnandi fer. 255' Þessi nefnd naut aðstoðar fjölda vísindamanna, — lækna, hagfræðinga, náttúrufræðinga og embættismanna, og varði miklum tíma og kröftum til þess að rannsóknin yrði sem rækilegust og ábyggilegust. Síðan voru gefnar út þykkar bækur um gjörðir nefndarinnar og allar þær upplýsingar, sem hún hafði aflað sér. Skal nú bent á ýmsan fróðleik, sem þessi nefnd leiddi í ljós. Vaxtarryrnun. Sir William Taylor, sem er formaður læknadeildar enska hersins, segir: Allar lægri stéttir Eng- lendinga fara stöðugt hrörnandi að líkamlegu og andlegu atgjörvi og sjálfsagt er það að kenna þröngum kosti, sem þær eiga við að búa, því svo má heita. að mikill hluti þeirra svelti. Þessar lægri stéttir eiga næstum eingöngu heima í stórborgunum. Menn úr flokki þeirra fara mink- andi að vexti ár frá ári. Á Englandi er kraflst að lög- regluþjónar séu ekki neðan við vissa tiltekna líkamshæð. Svipað er og heimtað um hermenn, en þar eru kröfurnar ekki eins háar. Til þess að fá nægilega háa lögregluþjóna hefir á síðari árum þurft að sækja þá ofanúr sveit. Árið 1845 var heimtað að engir hermenn væru undir 5 fetum og 6 þuml. að liæð, en af því að svo fá her- mannaefni gátu fullnægt þessum kröfum, hafa þær smám- saman verið færðar niður og seinasl árið 1900 voru þær komnar niður niður í 5 feta hæð. Árið 1911 varð þó þrátt fyrir þetta að gera afturræka um 60% af þeim sem buðu sig fram til hermensku. Bæði voru þeir of lágir vexti,. og auk þess var brjóstvíddin of lítil. Meðal enskra skólabarna ber mjög á úrkynjun. Nefnd- in komst að þeirri niðurstöðu að 70% af börnunum væru á einhvern hátt 'vanheil. Samskonar rannsóknir í New York leiddu sama i ljós, nema á enn hærra stigi; þar reyndust 93% af börnunum vanþroskuð. Tannveiklun. í öllum mentuðum löndum ber ákaflega mikið á tannveiki. Rannsóknir beinagrinda frá fornöld sýna að tennurnar hafa verið miklu traustbygðari þá en nú, tennur frá miðöldunum, sem hafa fundist i gröfumv

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.