Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 64

Skírnir - 01.08.1913, Side 64
256 Heimur versnandi fer. manna, sem dóu úr svartadauða, eru stundum með dálitl- um skemdum, og lakari en í fornöld, en þó miklu heil- 'brigðari og hraustbygðari en nú gjörist. í Svis8 og Belgíu sjást varla óbrunnar tennur í skóla- börnum, og fólki af verkamannaflokknum, A Þýzkalandi hafa 90% af öllum börnum í skólum skemdar tennur, en í skólum á Englandi hafa menn fundið að einungis eitt barn af hverju hundraði, þeirra sem eru 11 ára gömul, hefir heilbrigðar tennur. Einn af nefndarmeðlimunum ensku, dr. Young, segir: Beinkröm, vansköpuð hauskúpa, vöðvarýrnun, munn- gallar, ófullkomin tannbygging, ótímabær eili og mannfækkun, þetta eru helztu hnignunareinkenni ensku þjóðarinnar. Mannfœkkun. I flestum menningarlöndum fækkar fæðingum í hlutfalli við fólksfjölda, og svo er að sjá, sem þeim fækki mest þar sem menningin er á hæsta stigi, en til þess eru þessar orsakir helztar: Karlmennirnir hafa lært aðferðir sem fyrirhafnarlítið koma í veg fyrir barns- getnað. Ríkra manna konur vilja ekki verða barnshafandi, því fæðingar og barnauppeldi trufla þær í nautn lífsins og þess lystisemda, en allar hinar þykjast sumpart ekki mega vera að því vegna þess að þær eru, ásamt mönnum sín- um, að keppast við að verða ríkar, og sumpart hafa þær ekki efni á að eignast börn og sjá þeim fyrir uppeldi. Eftir því sem alþýðumentunin vex, eftir því minkar barnatal- an. Frá 1880—1902 hefir fæðingum fækkað: i New South Wales í Ástralíu um 30,6% - New Zeeland.................24,5°/0 - Bandaríkjunum...............20, % - Frakklandi.....................19,8% - Danmörku....................9,5% - Þýzkalandi......................8,4% - Noregi..........................3,7% Konur geldast. Það er nú ekki eingöngu svo, að kon- ur vorra tíma eignist færri börn en fyrrum. Sjaldan er ein bára stök. Þær geta ekki heldur haft börn sín á

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.