Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 66

Skírnir - 01.08.1913, Side 66
258 Heimur versnandi fer. í London 191,3 ■ Kaupmannahöfn 188,2 Manndauði af berklum í Eyjaíirði síðari árin er líkur og í Berlín. Sumstaðar hefir með heilsuhælum verið barist góðri baráttu til að minka manndauða úr tæringu, eins og t. d. á Prússlandi. Þar hefir á síðustu 30 árum dauði úr tær- ingu minkað um helming, en víðast hvar er ástandið slæmt, og hvíti dauðinn er öllum ægilegur. Tæringarbakterían situr um okkur öll. Það er orðin leitun á þeim mönnum, sem ekki hafa tæringu, þó lítið beri á. Flestir hafa einhverntíma haft snert af henni. I Vinarborg hefir verið rannsakað með tæringarbólu- efni (tuberkulin), hve mörg börn væru berklaveik. Af börnum milli 1—2 ára höfðu 9°/„ berkla 2-4 - - 7% - — — — 4-6 — — 51% — — 6-10 — — 71% — — — — 10—14 — — 94% — Þetta voru alt börn frá fátækum heimilum. Meðal austurrískra hermanna hefir fundist, að í 76% byggju berklar. Sól, loft og holl fæða geta haldið svona berklum í skefjum, en fátækt og illur aðbúnaður hleypir berklaveikinni í blossa. Geðveiki. Samfara líkamlegu hnignuninni fer sálin ekki heldur varhluta af úrkynjuninni. Geðveiki fer vax- andi í öllum menningarlöndum. Meðal villiþjóða er hún mjög sjaldgæf, og sömuleiðis meðal hálfmentaðra þjóða. Hjá slafnesku þjóðunum er hiutfallið aðeins eins og 0,6 á móti 1000, þar sem hjá Englendingum hlutfallið er 6 á móti 1000. A írlandi er nú 1 geðveikur af hverjum 170 íbúum, en fyrir 50 árum síðan var geðveiki þar svo miklu minni, að þar var aðeins 1 geðveikur af hverjum 740. Merk- ur geðveikralæknir enskur hefir skrifað grein í Lundúna- blaðið Times, þar sem hann leiðir rök að þeirri skoðun að mannkynið sé alt á leið til að verða vitlaust. — Eink- um fer geðveiki óðfiuga vaxandi í Bandaríkjunum. Þar

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.