Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 71

Skírnir - 01.08.1913, Page 71
Heimur versnandi fer. 263 frá iurtafæðunni, sem var eðlileg manninum, til kjöts og blandaðrar fæðu. Heilsufræðislegar ráðstafanir í menningarlöndunum og barátta læknanna hafa hingað til einkum beinst gegn slæmri meðferð ungbarna og næmum sjúkdómum. Með því móti hefir líka tekist að frelsa mesta fjölda af mannslífum, en þetta heíir hins vegar haft í för með sér að mesti sægur, sem áður dó á fyrsta ári eða á barns- aldri við fyrstu árásir næmra sjúkdóma, hefir komist á legg, en það er einmitt sá fiokkur manna, sem er veikl- aðastur og sem verður verst úti fyrir árásum alls konar langvinnra sjúkdóma. Þessu til skýringar má geta þess, að þó meðalæfin hafi lengst, hefir langlífi orðið sjaldgæfara og manndauði eftir fertugsaldur vaxið töluvert. Þegar vér lítum aftur í tímann til forfeðra vorra sjá- um vér að algengt var að veikluðu börnin dóu, sem nú á dögum mundi verða við bjargað vegna góðrar meðferð- ar og læknislistar. Sama sést hjá villiþjóðunum. Þegar Darwin var að ferðast um Patagóniu, sá hann mæður bera nýfædd börn alsnakin þó ísing væri úti, og regn- droparnir frysu, svo húðina hélaði. Það er augljóst, að ekkert veiklað barn hefði staðist þann kulda, þess vegna komust að eins hraustu börnin upp. Hér erum við þá komin að einni aðalorsökinni til hnignunarinnar í menn- ingarlöndunum, sem einungis verður úr bætt með þvi að finna ráð tii að herða og styrkja veiku kynslóðina, sem nú er verið að nostra við að halda lífinu í, líkt og suð- rænum jurtum í vermireitum, en sem áður var gefið á gaddinn. Ef vér eigum að halda þessari veikluðu kyn- slóð við, þá verðum vér að lækna veiklunina og koma í veg fyrir margföldun allra veiklunarmerkja við erfðir mann fram af manni, með kynbótaráðum og skynsamlegu viti, því ella drýgjum vér sjálfsmorð á kynflokki vorum með undanrenningarvorkunnsemi við lítilmagnann.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.