Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 73

Skírnir - 01.08.1913, Page 73
Heimur versnandi fer. 265 Geðveiki virðist einnig hér á landi hafa aukist tölu- vert á síðari árum. Um það vantar oss reyndar áreiðan- legar skýrslur; en víst er um það, að geðveikralæknirinn á Kleppi kvartar mjög undan því, að aðsóknin á hælinu sé miklu meiri en það getur rúmað, og telur hann nauð- synlegt að það verði stækkað um helming hið bráðasta. Um fábjánaskap, blindu, heyrnar- og málleysi er eigi unt að segja með vissu hvort það eykst í landinu, en tæplega minkar það hér fremur en annarstaðar. Um krabbamein og langvinna sjúkdóma er eigi heldur unt að segja, vegna þess að skýrslur vantar, en sú trú er orðin almenn meðal alþýðu, að krabbamein séu miklu tíðari en áður. Um tæringuna er enginn vafi, að á síðasta manns- aldri hefir hún breiðst um land alt. Flest gamalmenní minnast hennar að eins mjög lítillega frá æskuárum sín- um. Tæringin er farsótt, sem grípur meira og minna um sig ár frá ári — þrátt fyrir vaxandi þekkingu á með- ferð hennar og sóttvörnum. Það hefir verið farið hörðum orðum i nýlega útkomn- um ritlingi um að siðferði íslendinga sé stöðugt að spill- ast, og sé verra en víðasthvar í útlöndum. Þetta er þó' hið mesta efamál og á lausum rökum bygt. Að öllu athuguðu sýnist þá vera ýmislegt, sem bendir á svipaða hnignun, að minsta kosti líkamlega, og kvart- að er yfir í útlöndum. Þess vegna ástæða til fyrir okkur íslendinga að lita í okkar eigin barm og reyna að koma í veg fyrir frekari spillingu holdsins. Dr. Kellogg minnist á ýmsar óhollar, daglegar venjur manna í mennirjgarlöndunum, sem eiga öflugan þátt í hnignun kynslóðarinnar. Upprunalega lifðu menn mestan hluta æfinnar undir beru lofti; síðan fóru menn að búa í hellum, en nú búa þeir í húsum, og flestir i vondum húsakynnum. En þar er loftið ilt, og þar geta tæringarbakteríur og ótal aðrar sóttkveikjur náð tökum á mönnum í loftleysinu og sólar- leysinu. Áður fyr gengu menn allsnaktir i hlýindum

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.