Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 76

Skírnir - 01.08.1913, Page 76
268 Heinnír versnandi fer. mennirnir önduðu að sér, fæðan jafnholl og neysluvatnið eins hreint. Vér verðum að viðra vora fölvu kroppa í lofti og sólskini undir berum himni, og halda likamanum jafnt hreinum að innan sem utan. Mannfélagið verður að setja lög, sem koma í veg fyrir að veikir og vesalir fái að uppfylla jörðina. Kynbótavisindi og heilsufræði verða að haldast í hendur og benda á þá réttu leið. Vér verðum að stuðla sem mest að heilsunni, en hlúa eigi að sjúkdómunum, eins og vér höfum gjört í síðustu 6000 ár eða lengur. Með því eina móti getum vér vænt þess að geta stöðvað steypiflóð hnignunarinnar, sem sýnist vera hraðfara í aðsigi, og komið í veg fyrir tortímingu hvíta flokksins í þessu nýja og ægilega syndaflóði«. Vér, sem nú lifum og fáum aðeins að horfa upp á viðurstygð eyðileggingarinnar á byrjunarstigi, megum þakka fyrir að ástandið er þó ekki verra en orðið er. Vér getum tekið undir með Loðvík 15., sem var vanur að segja: »Syndaflóðið kemur eftir vorn dag«, eða með öðrum orðum: Það lafir alt saman meðan við lifum, en eftirkomendur vorir fá svei mér að kenna á því! Steingrímur Matthíasson.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.