Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 80

Skírnir - 01.08.1913, Side 80
272 Griordano Bruno. hugar. En þessar viðtökur átti hann að þakka meSmælingarbrófi Frakkakonungs. Þau tvö árin er hann dvaldi á Englandi, gisti hann hjá sendiherrannm, og hafði aldrei átt slíka sældardaga, enda -voru þessi árin bezt allrar æfi hans. Nú þurfti hann eigi að dyl- jast, en gat látið uppi skoðanir sínar hiklaust, og hafði svo aldrei fyr verið, enda lá hann ekki á liði sínu, en gaf út fimm rit á ítalska tungu, öll mikils verð, og sk/rði hann skoðanir sinar rækilega í ritum þessum. Jafnframt flutti hann fyrirlestra í háskólanum í Oxford um himingeiminn og ódauðleik sálarinnar. Einnig háði hann þar kappræðuorustu mikla við verjendur skólaspekinnar. Sú bar- átta var allsnörp, enda var hið andlega eðli hans, bæði að hugsun- um og tilfinningum, mjög ólíkt því er var með Englendingum. Þótti honum Englendingar ruddalegir og ófágaðir. En það skifti mestu máli, að hann mátti í Ijós láta skoöanir sínar, og var ánægð ur með hag sinn og starf sitt. Eftir tveggja ára dvöl á Englandi fór Giordano Bruno með hinum frakkneska sendiherra aftur til Parísarborgar, og kom nú fram með miklu meiri djörfung en áður, og lá eigi á skoöunum sínum. Þar háði hann kappræðu mikla opinberlega. Sú kappræða stóð í þrjá daga, og studdu hann ungir menn nokkurir, er hrifnir voru af skoðunum hans, og hann naut verndar hollviua, er mikið áttu undir sór. En eigi festi hann yndi þar, enda voru þar óeirðir í landi, er stöfuðu af ofsóknum þeim, er Huguenottar urðu að sæta, og hins vegar langaði hann til að komast austur á Þýzkaland og vinna þar að útbreiðslu skoðana sinna meðal Lútherstrúarmanna, og fór hann austur þangað, dvaldi þar nokkur ár, og lók á ýmsu um hag hans. Hann var rekinn brott úr Marburg, hafði fult mál- frelsi í Wittenberg, átti örðugt uppdráttar í Prag, en fekk loks friðland í Helmstádt, því að hertoginn í Brunsvig skipaði hann há- skólakennara þar og fekk honum og son sinn til læringar, er Hin- rik Júlíus hót. Yar nú svo að sjá, sem nýr og betri tími væri runninn upp, og hag hans komið í gott horf. Hertoginn dó skömmu síðar, og tók þá Hinrik Júlíus við ríkis- stjórn. Hann hafði miklar mætur á kennaia sínum, og var að ýmsu leyti honum eigi alls kostar ólikur í anda. Hinrik Júlíus gerðist síðar leikritahöfundur og kom á fót föstu leikhúsi eftir enskri fyrirmynd og varði til þess svo miklu fé, að það með öðru varð til þess, að fjárhagur ríkisins komst á fallanda fót. Samvistir þeirra Hinriks Júlíusar urðu eigi langar. Hinrik Júlíus fór til Danmerkur, til að ganga að eiga heitmey sína, Elísabet, elztu dóttur Friðriks II.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.