Skírnir - 01.08.1913, Page 85
Ritfregnir.
Próf. G. Magnússon: 214 Echinokokkenoperaticnen. Bei-
trag zur Pathologie und Therapie der Echinokokkenkrank-
heit (A.rchiv ftir klin. Chirurgie Bd. 100).
Á íslandi kveður meira að sullaveiki en í flestum öðrum lönd-
um, en lítið hefir verið um það efni skrifað af vorri hálfu síðan Dr.
J. Jónassen ritaði bók sína um sullaveiki á íslandi. Þó hafa miklar
breytingar orðið á sjúkdómnum í landinu og allri meðferð hans.
Fyr var langvinnur bruni samfara miklum kvölum eða hættuleg og
óviss ástunga helztu lækningaaðferðirnar, nú einfaldur hættulítill
skurður, gjörður á sofandi mönnum. Nú heíir próf. Guðm. Magn-
ússon bætt úr þessu og skrifað langa og ítarlega ritgjörð (89 bls.)
1 einu af helztu læknaritum Þjóðverja um 214 sullskurði, sem hann
hefir gjört, og er þar bæði gjörð grein fyrir öllu háttalagi sjúkdóms-
ins hér í seinni tíð og meðferð hans. Að mestu leytí er efnið þess
eðlis, að eigi verður gjörð grein fyrir því f almennu tímariti. Það lýt-
ur einkum að meðferð sjúkdómsius og gefur bæði glöggar og góðar
leiðbeiningar um hana. Hór skal að eins minst á fáein atriði sem-
almenning varða.
Þó undarlegt megi virðast, vita menn ógjörla hvaðan sulla-
veikin hefir fluzt til landsins. Svo má heita, að sullaveiki
þekkist ekki í Noregi og svo hefir að öllum líkindum verið á land-
námsöldinni. Það er því hæpið að sullaveikin sé frá Noregi komin.
G. M. telur öllu líklegra að hún hafi fluzt liingað frá Bretlands-
eyjum.
Um útbreiðslu veikinnar hór á landi verður fátt fullyrt.
F i n s e n lækni taldist til, að hver 40.—50. íslendingur væri sulla-
veikur* Dr. Jónassen, að 1 af hverjum 90 væri það. Af 84
holdsveikum sjúkljngum, sem dáið hafa í Laugarnesi, hefir próf.
Sæm. Bjarnhéðin8Son fundið sulli í 26 eða fullum þriðj-
ungi allra sjúklinga. Eftir því að dæma, ætti sullaveikin að vera
miklu algengari en nokkurn hefir grutiað. Margt mælir þó á móti
því, að hún só yfirleitt svo almenn sem ætla mætti eftir holdsveiku
sjúklingunum að dæma. Skýrslur læknanna sýna t. d. ótvírætt að-
veikin fer óðum þverrandi í landinu, þó mikið só eftir eutt. Þær
telja þannig: