Skírnir - 01.08.1913, Qupperneq 87
Ritfregnir.
279
fært hafi verið í letur hór á landi. Allir vita líka hvílíkar mætur
eagnameistarar vorir til forna höfðu á ættvísinni. Það sýna bezt
fornsögurnar. Til skamms tíma hefir ættvísin átt marga vini víðs-
vegar um land, bæði meðal karla og kvenna, og enn í dag er hór ætí-
fróða menn að finna, sórstaklega meðal eldra fólks. Aftur á móti
er svo að sjá sem áhugi manna á þeim efnum só heldur í afturför
hjá hinni upprennandi kynslóð. Tel eg það illa farið ef rómana-
syndaflóðið, sem nú streymir yíir landið, yrði til þess að sópa burtu
áhuga manna á jafn þjóðlegri fræði og ættvísin er. Ekki er þetta
svo að skilja sem eg sakni þess ef menn skyldu vera hættir að
telja sér það til fremdar, að eiga einhver stórmenni í ætt sinni eða
meðal forfeðra sinna, eins og þ a ð væri einhver manngildis-mælikvarði
í sjálfu sór. Ættu menn fyrir löngu að vera vaxnir upp úr þeirri
heimsku að ímynda sór að nota megi göfuga forfeður eins og til
Jiuppfyllingar í eyður verðleikanna«. Ónytjungurinn er jafnt ónyt-
jungur fyrir það, þótt hann eigi ætt sína að rekja til atorkumanna.
En sitt er 'nvað ættardramb og ræktarsemi við ætt sína. Ræktar-
leysi við ætt sína ber aldrei vott um göfugt innræti, heldur hið
gagnstæða, eins og líka þekking á ætt sinni er að sumu leyti skil-
yrði fyrir því að þekkja sjálfati sig. Yfir höfuð er ættvísin sá höf-
uðþáttur mannfræðinnar, sem hún getur með engu móti án verið.
Vér skiljum ekki til fulls þá sjálfstaklinga, sem koma fram á sjón-
arsvið sögunnar, nema vér Kka þekkjum ætt þeirra. Því að enda
þótt hver sjálfstaklingur sé að einu leyti algerlega nýtt fyrirbrigði,
sem hvorki hefir birzt nokkuru sinni áður, uó mun birtast síðar,
þá er hann þó að hinu leytinu framleiðsli ættar sinnar og eudur-
speglar á /msa vegu hið einkennilega hjá forfeðrum sínum. Loks
er það ávalt lærdómsríkt að sjá kynslóðirnar fara og koma, að virða
fyrir sér hversu ættirnar kvíslast, hvaða áhrif ólíkar ástæður og lífs-
skilyrði hafa á þrif og þróun þeirra, hversu sumar greinarnar vaxa og
breiðast út í allar áttir, en aðrar aftur á móti skrælna smámsaman
upp og hverfa burt af yfirborðinu svo að þeirra sór hvergi stað —
eða að siðustu hvernig ættir renua saman og n/r og lífvænlegur
ættstofn myndast.
Ættartölur eru »þurrar« — því ber sízt að neita. En jafn-
satt er hitt, að engin ættartala er svo þur, að ekki feli hún í sór
nægilegt efni til margvíslegra hugleiðinga athugulum lesanda. Væri
mikið fyrir það gefandi, að ættfræðingar vorir gerðu meira að því
en þeir gera,'að vinna úr hinum þurru nafna-runum á líkan hátt
og hagfræðingarnir úr sk/rslum sínum. Og það sem eg helzt hefði
að setja út á »Niðjatal« hinna tveggja svo afarkynsælu presta, sem
hór kemur fyrir almennings sjónir, er það, hve útg. hefir algerlega
lagst undir höfuð, að vinna úr nafnarununum, draga lærdóma af
þeim og ályktanir, lesendum sínum til fróðleiks og athugunar. En
þar hefir útg. auðvitað fylgt dætni hinna »fæddu« ættfræðinga
vorra.
Annars er »Niðjataliö«, svo »þurt« sem það er, einkar fróðlegt rit
fyrir alla þá er slíkum fróðleik unna. Að líkindum eru þessar tvær