Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 89

Skírnir - 01.08.1913, Side 89
Ritfregnir. 281 Þorvaldsniðjum hefir rúmlega 6°/0 numið skólalærdóm (13 orði^ læknar, 29 prestar, 6 kennarar, 4 lögfræðingar, 2 verkfræðingar, 7 tekið önnur lífsstörf — eða samtals 61), en af Björnsniðjum tæpl. 2,5°/0 (1 orðið læknir, 26 prestar, 3 lögfræðingar, 1 verkfræðingur, 11 tekið /ms önnur lífsstörf, eða samtals 42). TJtlends blóðs gætir lítt í þessum miklu ættum. Er þar helzt að nefna það, að ein af dótturdætrum síra Þorvalds gengur að eiga danskan mann af að- alsætt (Harald Krabbe prófessor) og verður við það ættmóðir dansk- íslenzkrar ættkvislar, og að dótturdóttursonur síra Björns (Hallgr. Sveinsson biskup) fær danskrar konu og þrjú af börnum þeirra giftast inn í danskar ættir. Eins og fyr segir renna báðar þessar ættir saman á ýmsa vegu. Til dæmis að taka giftast tvær af Bólstaðahlíðarsystrum inn í Þor- valdsættina og eiga sinn feðganna hvor, svo og tvær af dætrum El- ísabetar frá Bólstaðahlíð og eiga líka sinn feðganna hvor. En hór stendur svo einkennilega á, að af þessum tvennum feðgum, er son- urinn á fyrri staðnum og faðirinn á seinni staðnum einn og sami maðurinn! Við þetta samrensl ættanna myndást sumstaðar alt ein- kennilegar og meira að segja skringilegar ættarflækjur, sem vel mætti nota sem gátur til dægrastyttingar í skammdegisrökkri. Eg get ekki stilt mig um að tilfæra eitt dæmi, og vel til þess einn af hinum sameiginlegu niðjum beggja þessara kynsælu ættfeðra, um- sjónarmann fræðslumálanna Jón Þórarinsson. F a ð i r hr. J. Þ. er svili föður síns og afa hans og afi hans (í sama ættlegg) svili föður síns og langafa hans! M ó ð i r hans er systir kouu afa hans og systur- dóttir beggja ömmu hans og konu langafa hans! Afi hans er kvæntur móðursystur hans og 1 a n g a f i hans (í sama ættlegg) kvæntur ömmusystur hans ! Og þó er ekki alt talið enn. S j á 1 f- u r er hr. Jón Þórarinsson bæði systursonarsonur og systurdóttur- sonur konu langafa síns, systursonarsonur annarar ömmu sinnar og um leið dóttursonur hennar og systurdóttursonur hinnar ömmu sinnar og um leið sonarsonur hennar. Á fleiri »gátur« þessum líkar mætti benda. Hér skal ekki reynt að ráða »gáturnar«. Þeir sem æskja ráðningar, ættu að eignast »Niðjatalið«. Þar upplýsist bæði þetta og margt annað. Við sjálfa útgáfuna, svo vönduð sem hún annars er í alla staði, hefi eg dálitla atbugasemd að gera. Það hefði vafalaust gert bók- ina handhægari til afnota og gleggri til yfirlits, ef útg. hefði látið fara á undan hvorri ættinni skrá yfir börn hvors ættföður fyrir sig með tilvísun til þess, hvar í bókinni hvers ættleggs sé að leita. Leturbreytingarnar eiga að vísu að hjálpa lesandanum í þessu til- liti, en svo góðar sem þær eru, hygg eg þó, að hitt hefði gert bók- ina enn auðveldari afnota. J. H.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.