Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 94

Skírnir - 01.08.1913, Side 94
286 Útlendar fréttir. kljáð af fundinum í París, sem þau mál hefir til meðferðar. — Stórveldunum er falið að ákveða takmörk Álbaníu. Þetta eru friðarskilmálarnir. Tyrkir halda aðeins eftir lítilli landskák vestan við Konstanti'nópel, suður með Marmarahafinu og vestan við Dardanellasundið. Það er sagt, að á því svæði só lJ/2 —2 milj. íbúa. Eins og nærri má geta, eiga Tyrkir nú í megnum vandræðum, eftir stríðið. Sökinni fyrir allar hrakfarirnar er nú af mörgum snúið á Ungtyrkjaflokkinn, og hreyfing hefir jafnvel kom- ið upp í þá átt, að setja Ábdul gamla Hamid aftur til valda. Ný- iega er komin símfregn um það, að Mahmud Schevket stórvezír hafi verið myrtur, en nánari tildrög til þess eru ekki sögð. Það er talað um, að Konstantínópel só eftir þetta ekki vel sett höfuð- borg í Tyrkjaveldi og ráðgert, að flytja stjórnarsetrið til einhverrar aðalborgarinnar í Litlu-Ásíu, t. d. Damaskus. Um þrætumál sarr.bandsþjóðanna innbyrðis var ekkert útkljáð á Lundúnafundinum. En síðustu fregnir segja Búlgara og Serba loks hafa orðið ásátta um, að fela Rússakeisara að gera upp sak- irnar þeirra í milli. En um Grikki og Búlgara er alt í óvissu enn. Það er sagt, að Veniselos yfirráðherra Grikkja vilji nú losna við Btjórnarforstöðuna, en hann hefir reynst Grikkjum þar hinn nýt- asti maður, og hefir líka alment traust. Sökin mun þá vera sú, að hann vilji ekki taka á sig ábyrgð af stríði við Búlgara, en þyk- ist sjá fyrir, að það verði ekki hindrað. Stærð þess latids, sem sambandsþjóðirnar hver um sig hafa tekið hernámi frá Tyrkjum í stríðinu, er þessi: 59 þús, ferkílóm. hafa Búlgarar tekið, Serbar 60 þús. ferkílóm., Grikkir 30 þús. ferkílóm. og Montenegrómenn 7 þús. ferkílóm. Það er samtals 156 þús. fer- kílóm. En um landaskiftinguna halda Búlgarar því fram, að þeir fái sjálfir 87 þús. ferkílóm., Serbar 26 þús., Grikkir 11 þús. og Montenegrómenn 7 þús. Þetta er samtals 131 þús. ferkílóm. Af mismuninum, 25 þús. ferkílóm., fellur nokkur hluti á skákina, sem Tyrkir eiga að halda eftir að austan, en hitt er þó miklu meira, sem falla á til Albaníu. Það er gert ráð fyrir, að landvíddin þar verði um 20 þús. ferkílóm. Stærð Tyrklands var, áður en ófriður- inn hófst, 168 þús. ferkílóm., svo að eftir þessu nemur það land þeirra, sem ekki hefir verib hernumið af sambandsþjóðunum, aðeins 12 þús. ferkílóm. Eftir uppástungu, sem Serbar og Grikkir hafa lagt fram um landskiftinguna, eiga Búlgarar að fá 61 þús. fsrkílóm., Serbar 36 þús., Grikkir 27 þús. og Montenegrómenn 7 þús. Munurinn er

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.