Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 96

Skírnir - 01.08.1913, Side 96
288 Útlendar fréttir. Heraukning stórveldanna. Aldrei hafa stórveldin aukið jafn kappsamlega herbúnað sinn og nú á síðkastið. Englendingar byggja herskip fyrir stórfó, og nvlendur þeirra, Kanada og Astralía, og jafnvel Indland, leggja fé og herskip til aukniugar flotans. Rússar eru í óða önn að koma upp n/jum flota í stað þess, sem Japansmenn eyðilögðu fyrir nokkrum árum. Þjóðverjar eruað auka gífurlega fjár- veitingar til herbúnaðar, og Frakkar tala um að lengja hjá sér herþjón- ustuskyldu í þriggja ára tíma. 011 stórveldin eru nú að koma upp hjá sér lofthernaðartækjum, og er allur sá kostnaður bein viðbót, án þess að úr dragi hennar vegna herbúnaðinum á öðrum sviðum. Uppreisn í Mexikó. Þar varð enn uppreisn í febrúar í vetur og fyrir henni gekst Diaz hershöfðingi, bróðursonar Diazar gamla fyrv. forseta. Takmarkið var, að steypa frá völdum Madero forseta. Einn af hershöfðingjum stjórnarinr.ar, er forsetinn trúði, varð til þess að ráðast á hann í stjórnarhöllinni kvöldið 17. febrúar og taka hann fastan. Maderó var síðan drepinn, og fer tvennum sögum um, hvort það hafi verið gert heima í stjórnarhöllinni eða á leið þaðan til fangelsis. Eftirmaður hans í forsetaembættinu varð til bráðabyrgða Huerta hershöfðingi, en forsetakosning fer fram í haust. Miklar róstur urðu út af þessu í höfuðborginni, og ýms hryðjuverk voru framin. Nánustu ættingjar Maderos flúðu úr landi. R. Scott suðurfari. Fréttir af för hans til suðurheimskauts- ins komu í febrúar í vetur. Þá kom skip hans »Terra nova« til Nyja-Zeelands frá suðurheimskautslöndum. Scott hafði komið á suðurheimskautið 18. jan. 1912, en fórst á heimleiðinni, í miðjum marz, ásamt 4 samt'erðamönnum sínum, úr kulda og neyð. Lík þeirra fundust í nóv. 1912, 17 kílómetra frá eiuum aðalvista- geymslustaðnum. Þ. G.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.