Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1915, Blaðsíða 2

Skírnir - 01.08.1915, Blaðsíða 2
226 Veturinn. Þjóðlitum vorsins og sumarsins ætia eg að sleppa. Efnið í þessum greinarstúf verður: Veturinn og áhrif hans á íslenzkt þjóðlíf. Veturinn er allur annar hér en í nágrannalöndunum, þar sem jörðin er löngum þíðari, skammdegið bjartara og sumarið lengra. Þar glymur hamarinn við steininn í nám- unum; þar ristir plógurinn þíða jörð flesta vetrardaga; ö\in fellir trén og gufan knýr hjólin til eirðarlausrar veltu. Þar er vinna, fjör og líf, nær því jafnt á öllum ársins tíðum; þar er ætíð aflafjár að vænta, og aldrei hlé á eirðarlausri starfsemi á öllum sviðum þjóðlífsins. En hér er veturinn, að nokkru leyti, hvíldartími mannr anna, eins og hann er hvíldartími náttúrunnar. Að vísu höfum við ekki lagst í dá, eins og maðkurinn, en etið höf- um við sumarforðann sem maurarnir. Þvi hefir veturinn orðið okkur myrkur og þungur í þúsund ár — rökkur- dimmur og langur — með hríðum sínum, fannfergi og raunaþunga. A þetta þarf ekki að minna. Vetrinum hafa með réttu verið eignaðir dökkustu skuggar þjóðlífsins. Hjátrúin forna, hræðslan við djöfla og drauga, var vetrarmerki. Varanlegra vetrarmerki er þó framkvæmdarleysi þjóðarinnar, hugleysi til sfarfa og trúleysi á landið. Alt eru þetta brot af vetr- arskugganum mikla. En íslenzki veturinn á einnig rnikla birtu. Hvað er bjartara en sólarskin í mjallarhlíð ? Eru nokkur geisla- brot fegurri og fjölskrúðugri en þau, sem stafa af iðandi norðurljósum, mánaskini og stjörnubliki yflr hjarni og. svellalögum ? Jú, tólgarkertið og lýsislampinn hafa bor- ið fegurri birtu. Sú birta hefir lýst lengra inn í vetrar- myrkrið — inn í þjóðlífsmyrkrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.