Skírnir - 01.08.1915, Page 12
236
Yeturinn.
Eitt hið stærsta viðfangsefni nýju aldarinnar þyrfti
að vera að græða hin beru rjóður vetrarins hjá okkur,
að skapa nýjaheimilismenninguoghei m-
i 1 i s i ð n a ð.
En hér er úr vöndu að ráða. Hvorttveggja er jafn
fráleitt: að endurreisa gamla heimilisiðnaðinn óbreyttan,
og að stofna hér stóriðnað til atvinnureksturs að vetrin-
um. Gamli iðnaðurinn hefir felt sig sjálfur. Vélar stór-
iðnaðarins aftur á móti eru of dýrar til þess að standa
ónotaðar talsverðan part úr árinu, þær útheimta jafnt
vinnuaíl og bjóða því enga sérstaka vetraratvinnu handa
sveitamönnum eða sjómönnum. Hér fer sem oftar, að
livorugt er einhlítt: forfeðra reynsla eða útlendar fyrir-
myndir, heldur þurfa allar framkvæmdir að vera í sam-
ræmi við hvorttveggja — eftir því sem unt er — óbreyti-
lega landshætti og ný reynslusannindi.
Hér er verkefni fyrir víðförulan og víðsýnan hag-
fræðing fremur en ófróðan heimaalning. En því vek eg
máls á þessu, að lítið hefir um málið verið rætt eða ritað.
Mér virðist og að alþýðumenn þurfi fyrir sitt leyti að
gefa þessu máli alvarlegan gaum. Þær framfarahreyfing-
ar verða ætíð happadrýgstar, sem sprottnar eru af hvöt-
um þeirra manna, sem eiga að annast sjálfir um fram-
kvæmdirnar og njóta þeirra.
Hér verðum við alþýðumenn því að hefjast handa.
En hvað getum við gert?
Þessari spurningu ættu sem flestir að leitast við að
svara, og það opinberlega. Þá kemur vakningin og málið
skýrist, sem er fyrsta og nauðsynlegasta stigið. Þá fer
varla heldur hjá þvi, að ýmislegt nytsamt megi velja úr
mörgum tillögum til almennra nota. Frá þessari hlið
skoðað vil eg þá einnig drepa á ýmislegt, sem mér finst
hér geta komið til greina.
Við getum fyrst og fremst notað tímann betur: flýtt
fyrir sumarstörfunum á vetrardögunum. Við getum lagað
öll sumaráhöldin: reipin, reiðfærin, amboðin, jarðyrkju-
tólin. Við getum smíðað ýmsa búshluti heima; fleiri eru