Skírnir - 01.08.1915, Blaðsíða 25
Vopnahlé.
249
Vígbúnaður hófst, og þá var lokað
Friðar-iðjum þeim sem manni miðla
Málsverð dagsins. Forlög mín það urðu.
Húsbændurnir hættu öllum starfa,
Helmings kaup samt buðu þeimsemgengi
Ut í stríðið frá sér, föðurlandið
Fær að verja. Ríkið geldur mála.
Mér varð það svo eina leið að ala
önn fyrir mömmu og sjálfum mér. En hún er
Hermanns ekkja, heim úr fvrra stríði
Hann kom sár og tórði lengi í ómegð.
Þegar eg komst upp á drengja-aldur
Eftirlaunin vóru af honum klipin.
Þjóðin var um þungan skatt að mögla,
Þarna sagðist stjórnin geta sparað.
Fær eg væri orðinn um að vinna
Okkur fyrir. Loforð sitt hún aftur
Tók við pabba, eins og ótal fleiri.
En á meðan barist get og lifi
Borgar ríkið málann minn til hennar
Mömmu. Því í byrjun verða að spyrjast
Góðar efndir, meðan það er þörf á
Þúsundum, sem fyrir slíku gangast.
Sérhver maður fellur í fyrirlitning
Fólksins vors er setið getur heima,
Bjóði ’ann ei og heimti sig í herinn,
Hana er ungum manni verst að þola.
Eg hef barist við þig vegna þarfar,
Við mig stríðir þú af lagaskyldu.
Munar bara, að einvaldurinn ykkar
Upptökunum sagður er að valda«.
»Ekki heldur er eg svona staddur
Af þvi, að í rnínu landi had
Snemma í ágúst, einn mann þarna hjá oss-
Æði gripið. Djúprættari er sagan!