Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1915, Page 9

Skírnir - 01.08.1915, Page 9
Veturinn. 283 Einkennilegt er að líta á mismunandi búnaðarafkomu bænda nú á tímum. Eg sé að fámennu heimilin blómgast bezt; heimilin, þar sem kaupafólk er að sumrinu og mikið er heyjað, en húsbóndinn er einn eða mannfár á veturna. Eg sé líka einyrkjann sem »berst í bökkum«. Meðan börnin eru ung gengur alt sæmilega, þótt kjörin séu erfið. Allir búast við að kjörin muni batna þegar börnin »koma upp«, en þar vill nú oft verða misbrestur á. Börnin verða ómagar að vetrinum þó þau af og til stundi einhverja handavinnu. Hagurinn batnar ekki, þó rösklega sé unnið að sumrinu. Tilkostnaðurinn vex en fjáraflinn ekki að sama skapi. Jörðin er kannske lítil og með þröngu starfs- sviði. Annaðhvort sitja fullorðnu börnin heima og venjast við lítil störf og starfssvið — lenda því í andlegri kot- ungsbeygju — eða þau flögra úr hreiðrinu og verða að lausingjum. Eg veit að flestir þekkja bæði þessi dæmi, og vita að þau eru ekki gripin úr lausu lofti. Atvinnuleysi og iðjuleysi vetrartímans hefir að miklu leyti skapað lausingjalýðinn hans Guðmundar á Sandi, Þessi lýður er sérstaklega myndaður af flokki farfuglanna, sem sækir gullið upp í sveitirnar á sumrin eða til fiski- útgerðarmanna, en svo er öllu eytt í kaupstaðnum að vetrinum til. Fjöldi af heimasætum eru í farfuglatölunni, sem hyggja að leita sér menningar, en meira hygg eg það sé glaumur og gleði kaupstaðarins, sem lokkar og dregur. Fáar munu vera mikið færari að gegna hús- móðurstöðunni heima í sveit eftir kaupstaðarvistina. Þannig hefir iðjuleysi vetrartímans valdið kaupstaðar- sóttinni i sveitunum , og fýkn eftir mentaprjáli. Margir leita burt úr sveitinni án þess að gera sér ljóst hvað þeir ætla að sækja. Unga lausafólkið er á takmarkalausu og stefnulausu flakki fram og aftur, án þess að afla sér nokk- urrar undirstöðu fyrir fasta lífsstöðu síðarmeir, hvorki andlega né efnalega. Að vísu telur þetta fólk að það hafi aflað sér menningar, en sú mcnning heflr lítið gildi fyrir liflð, til þess er hún of lauslcg. Þegar svo bú er reist í bygð eða bæ, eru efnin lítil og fyrirhyggjan enn minni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.