Skírnir - 01.08.1915, Blaðsíða 23
Yopnahlé.
247
Klerkar vorir biðja flestir bits og
Blóðs á vopnin okkar, fyrir ríkið.
Igildi við sóknarprestinn sjálfs mín,
Sem að hafði fimtíu jólanætur
Boðað fólki komu friðarkongsins
Kærleiksorðum, meðan enginn barðist.
Þegar heróp hljóp sem skjálfti um landið
Hann tók þegar undir það í messu.
Sótti í skápinn sjálfa biblíuna,
Sannaði, að hver sem ekki berðist
Fyrir máli guðs og góðra siða,
Gæti ei hafa skilið kristindóminn
Blindaður af heiðnu hugarfari.
Hitt kann vera, að í þínu landi
Heilög kirkja og öflug, svo sem okkar
Altarisklæðin beri þar á vopnin«.
»Nei, hún leysir nú úr óefninu
Xauða-líkt og ykkar. Vígðir henni
Hirðirar og feður kristna flokksins
Fallið hafa, sjálfir undir vopnum.
Jafnvel helgust hátign vor í landi,
Höfuð lýðs og guðsríkis á jörðu
Kvað hafa borið fyrir fylking sinni
Frægust skurðgoð okkar sönnu kirkju,
Knéfallandi herdeiid þá úr hlaði
Hátíðlega þannig vígði Oðni.
Annars kváðu gamlir guðleysingjar
Gerast aftur sóknarbörn og trúa,
Kirkjur fyllast afturhvarfsins öldu,
Aður tómar. Siðabót í vændum.
Berst þú kannske við oss svona i von um
Viðréttingu fornu guðhræðslunnar?«
»Kirkjan okkar vígt hefir til víga
Vopn mín, eins og hinna. Mig samt ekki;
Fárátt hróp um afturhvarf og iði’un