Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1915, Page 7

Skírnir - 01.08.1915, Page 7
Veturinn. 231 lieimilið að ofurlitlu sjálfstæðu konungsríki, sem fátt þurfti að sækja til annara, en skipaði þegnunum saman i þétta heild. Eins og alt heimafólkið safnaðist að ljósinu í dyra- stafnum með handavinnuna, eins safnaðist það saman alla vökuna til sömu andlegu nautnar. öll sönn menning er bygð upp af mörgum kynslóð- nm; hún er því kynslóðaverk, þar sem ein kynslóðin hleð- ur ofan á þann grundvöll er hin eldri lagði. Sumarstörf- in okkar hafa verið skammvinn; þau hafa oftast fallið á undan kynslóðinni sem vann þau. Það eru vetrarverkin okkar — andlegu verkin kynslóðanna — sem standa »óbrot- gjörn í bragar túni«. Móðir þeirra verka er heimilis- menningin, sem alt af hélzt við og þroskaðist, sem arfur horfinna kynslóða, fram yfir miðja nítjándu öld. * * * Víst er um það, að víða þarf að grisja skóga venj- unnar svo ljósið falli á nýgræðinginn. En hitt er fávís- legt, að fella gömlu hlynina áður en nýgræðingur kemur í skörðin. Þá getur landið orðið að örfoka eyðimörk. Stofnar hinna íslenzku birkiskóga hafa verið feldir og hlíðarnar blásið upp. Á líkan hátt hefir farið með heimilismenning okkar. Fyrst féll heimilisiðnaðurinn. Hann hlaut að falla, að tím- ans dómi, segja menn. í öllum löndum hefir stóriðnaður- inn fengið yfirhöndina. Öldurnar frá mannfélagsstraum- unum berast hingað, þótt hægfara séu, og fljótlega varð viðkvæðið þetta: »Það borgar sig ekki að framleiða hlut- ina heima«. Það var ólikt masminna að kaupa ódýra smekklega muni í búðinni. Heimilin hættu að búa að sínu. Alt var selt og alt var keypt. Öll heimilin urðu aðfengin. Spunakonan við rokkinn og prjónana sína vinn- ur ekki nema fyrir fjórða hluta fæðis síns. Hún er um þrjá daga að kemba og spinna ullarpundið, en það verk er hægt að fá unnið í góðum tóvélum fyrir 50—60 aura. .Slík atvinna sýnist dauðadæmd.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.