Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 1
Um Hallgrím Pjetursson
1614 — 27. október 1674.
A Islandi er ekki um eiginlega sálma að tala, eða
andleg kvæði sem nefnist svo, fyrr en eftir siðabót (1550).
Andleg kvæði vantaði ekki fyrir þann tíma, öðru nær.
Aragrúi til af þeim, alt i frá fyrstu öldum kristninnar á
íslandi, en flest frá 14. og 15. öld til siðbótar fram. Lang-
flest þeirra voru einmitt ort með fornaldarháttum (drótt-
kvætt, hrynhenda, eða aðrir þeim náskyldir hættir, alt
orðalag og orðaval var náskylt fornum kveðskap. Þó
koma og fyrir nokkrir nýjir hættir, og sumir all-þýðir og
liprir, og frá þeim tímum stafar hinn alkunni háttur, sem
þessi vísa er undir:
Heyr þú heilagur andi,
er himna stýrir láð,1)
firr mig fári og grandi
og frelsa æ mitt ráð,
á yðar valdi er alt vórt traust,
þú ert vór dróttinn þrennur og einn;
það er efunarlaust.
og ýmsir aðrir hættir með hendingum í línulok.
Þessi kvæði voru um Máríu mey, ýmsa helga menn,
krossinn m. m. og mörg snotur og lagleg, en þó fæst
frumleg, allmörg stælingar eftir eldri kvæðum, og var þá
fyrst og fremst Lilja, eins og gefur að skilja, kvæðið, sem
var fyrirmyndin. En enginn komst í hálfkvisti við Ey-
stein, höfund hennar, hvorki að andagift nje mælsku.
*) Þetta orð var þá haft sem kvenkynsorð.
22