Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 5
Um Hallgrím Pjetursson.
341
lögum í raun rjettri, og má jafna þeim við rímur þær, sem
Hallgrímur orti, t. d. af Magellónu og Lyklapjetri eða af
Krókaref; bera þær ekki í neinu af öðrum rímum sam-
tímismanna hans, og er ekki laust við, að manni renni til
rifja við hugsunina um, að h a n n skyldi líka verja sín-
um tíma til annars eins óþarfa og andleysis, — til þess
voru nógu margir aðrir. En sona var tíðarandinn. Orð-
lengjum vjer ekki frekar um það.
Passíusálmarnir eru alls annars kyns. Hvernig eru
þeir þá?
Það er alvanalegt á íslandi í lýsingum skálda og
kvæða, eldri og yngri, að við hafa þau og þau lýsingar-
orð, og halda menn, að með því sé alt sagt. Sjaldan sér
maður rit eða kvæði krufin svo að leitað sé fulls skiln-
íngs og skýríngar. Svo jetur einn upp eftir öðrum lýs-
íngarorðin, og með þessu móti fá skáldin t. d. sjerstök
merki eða þau eru sett í sjerstaka bása. Lýsíngarorð eru
góð, ef þau eru rjett, en þau verða að vera árángur-
i n n af rannsókn, helst svo nákvæmri sem hægt er. Hjá
oss Íslendíngum vantar svo að segja algjörlega þesskonar
rannsóknir, en nú hefjast vonandi betri tímar, eftir að
háskóli er settur á stofn.
Það mun ef til vill þykja óþarfi að skýra fyrir mönn-
um hvað eiginlegt sje sálmum þessum, eins mikið og þeir,
að sögn, eru um hönd hafðir á Islandi enn — en jeg ætla
samt að gera tilraun til þess, og jeg vil til þess velja 50.
og síðasta sálminn; það sem sagt er um einn, gildir —
auðvitað með nokkrum tilbreytíngum — um þá alla, meg-
inreglan er hin sama.
Sálmana hefur höfundurinn með hinu hátignarlega
upphafi (I. 1—8), þessu íslenska »sursum corda«:
Upp upp mín sál og alt mitt geð,
upp mitt hjarta og rómur með,
hugur og túnga hjálpi til —
herrans pínu eg minnast vil.
Sál —- geð — hjarta er ekki að öllu eitt og hið sama;
sálin er hið yfirtaksmeira orðið, geð og hjarta er hugsun