Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 103
Ritfregnir.
439
Koli, sem merktur var við snðvestur- og norðvesturströndina,
J)að er að segja í Atlantshafssjó eða heitum 3jó, var að mestu leyti
kyr á staðnum. Kn koli, sem var merktur við norður- og austur-
strönd landsins, eða í köldum sjó, fluttist burt eða var farfiskur.
Einnig kom það í ljós við rannsóknir þessar, að kolinn var meira
bráðþroska í heita sjónum en kalda sjónum.
Alls voru merktir 1579 kolar og 1135 þorskar.
Um þorskinn er svipað að segja og kolann. Fiskar sem voru
merktir í Faxaflóa héldu þar kyrru fyrir, að minsta kosti 14 mán-
uði, en fiskar sem merktir voru við Norður- og Austurland fluttust
nokkuð, þótt margir vœru þar kyrrir. Ungviðið heldur oft kyrru
fyrir í kalda sjónum 3—4 ár, en leitar þaðan og í heita sjóinn,
þegar fiskurinn er kominn á það þroskastig, að hrogn og svil eru
fullþroskuð.
Þorskurinn er fljótari að vaxa í heita sjónum en í kalda sjón-
um eins og kolinn.
Þessar tilraunir hafa enn fremur leitt í ljós, að enginn fiskur,
sem merktur hefir verið hór við land, hefir fundist annarstaðar, en
það sýnir að þessir nytjafiskar eru tryggir við landið og leita ekki
burt frá því.
Helgi Jónsson.
Sólarljóð gefin ót með skíringum og athugasemdum af
Birni M. Ólsen. (Safn til sögu íslands og ísl. bókmenta V. Nr. 1.)
Reikjavík 1915.
Mörgum er Sólarljóð les fljótlega í fyrsta sinn mun finnast þau
vera eitt af auðveldari kvæðunum í fornbókmentum vorum. Orðin
falla þar víða svo létt og eðlilega, spakraælin eins og nýmótuð
mynt. En við nánari athugun verður margt þungskilið, samhengið
laust og víða óljóst, textinn sumstaðar grunsamlegur, persónurnar
með einkennilegum nöfnum, er gefa í skyn að þær sóu ekki allar
þar sem þær eru sénar. Og loks er efni kvæðisins »af tveimur
heimum«, svo lesandinn þarf oft að átta sig til að vita hvar hann
er staddur.
Ur öllu þessu greiðir nú hin ágæta, nýja útgáfa sem hér skal
bent á. Þráður kvæðisins verður gleggri við það að útgefandinn
hefir sett fyrirsagnir fyrir þáttum þess og köflum. Þá hefir hann
á stöku stað lagfært textann, en sýnt þá neðanmáls hvað í hdrr.
stendur. Flestar eru lagfæringar þessar svo eðlilegar, að lesandinn